Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

„Ég ætlaði aldrei að verða kokkur þar sem ég var svo matvandur“

Birting:

þann

Einsi kaldi

F.v. Jón Valgarð Gústafsson vaktstjóri, Hörður Helgi Hallgrímsson Yfirnemi, Einar Björn Árnason yfirmaður (Einsi kaldi), Gunnar Heiðar Gunnarson aðstoðaryfirkokkur (veisluþjónustu) og Kristinn Snær Steingrímson aðstoðaryfirkokkur (veitingarstað). Hjá Einsa kalda starfa nú einn matreislumeistari, þrír lærðir matreiðslumenn og tveir matreiðslunemar.

Þegar ég var lítill Eyjapeyi var tvennt sem ég sagðist aldrei ætla að gera þegar ég yrði stór – ég ætlaði aldrei á sjó en ég var svo sjóveikur, og ég ætlaði aldrei að verða kokkur þar sem ég var svo matvandur. Þetta er hins vegar það eina sem ég hef unnið við í gegnum ævina,“ segir Einar kankvís í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, en viðtalið er hægt að lesa á facebook síðu Einsa kalda hér.

Einar Björn Árnason er fæddur árið 1976 og lærði hjá Grími Þór Gíslasyni, betur þekktum sem Grími kokki í Vestmannaeyjum en hann er jafnframt meistari hans Einars. Einar kláraði svo samninginn Hjá Sigga Hall og starfaði meðal annars á Argentína steikhús. Útskrifaðist úr Hótel og matvælaskólanum vorið 2007 og fékk viðurkenningu fyrir besta námsárangur og kláraði meistaranámið vorið 2012.  Einar Björn er eigandi veitingastaðarins Einsi Kaldi í Vestmannaeyjum.

 

Mynd: af facebook síðu Einsa kalda.
/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið