Sverrir Halldórsson
Múlakaffi hagnaðist um tæpar 140 milljónir króna
Hagnaður Múlakaffis ehf. á árinu 2013 nam tæpum 135 milljónum króna og var rúmum 24 milljónum hærri en árið á undan. Þetta má lesa úr samandregnum ársreikningi félagsins sem var birtur í ársreikningaskrá á föstudaginn.
Meginstarfsemi Múlakaffis og dótturfélaganna GJ veitinga ehf. og KH veitinga felst í mötuneytis- og veitingarekstri ásamt veisluþjónustu. Eini eigandi félagsins er Jóhannes Stefánsson.
Bókfærðar eignir móðurfélagsins nema 429 milljónum króna en eignir samstæðunnar nema 754 milljónum króna. Stærstur hluti eigna samstæðunnar er fasteignir en þær eru metnar á 325 milljónir króna og bílar, innréttingar, áhöld og tæki eru metin á 754 milljónir, að því er framkemur á visir.is.
Veitingastaðurinn Múlakaffi er í Hallarmúla. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þangað komi daglega hátt í 300 gestir í morgunmat, hádegismat, kaffi eða kvöldmat. Múlakaffi rekur einnig veisluréttaþjónustu og undirbýr mat fyrir smáa viðburði sem stóra.
Múlakaffi rekur veitingasalinn í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og Versali við Hallveigarstíg. Þá rekur Múlakaffi mötuneyti Eimskipa, mötuneyti í Borgartúni 7, mötuneyti í Tollhúsinu, mötuneyti hjá Hafró, mötuneyti lögreglunnar í Reykjavík og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Daglega borða að meðaltali um 800 manns í þessum mötuneytum.
Í gegnum dótturfélög sín á Múlakaffi svo veitingastaðinn Nauthól og Hörpudisk og Kolabrautina í Hörpu.
Mynd af Jóhannesi: skjáskot úr myndbandi
Greint frá á visir.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars