Sverrir Halldórsson
Kaupmannahöfn | 2. kafli
Vöknuðum kl: 04:00 um morguninn og gerðum klárt og komnir í morgunmat kl: 04:30, prýðismorgunmatur af klassísku gerðinni, kl: 05:00 var kallað út í bílana og voru 8 – 9 bílar á stæðinu allir að flytja fólk í flug, komum upp í flugstöð og beint inn.
Þar tók við mér ung yngismær með hjólastól og rúllaði mér í gegnum vopnaleit, tollinn og stoppaði við borð hjá Nord þar sem við ákváðum að bíða þar til kallað yrði út í flug.
Svo kom að kallinu, mætir þá daman og keyrir mig alveg að innganginum í vélina og fengum við að koma okkur fyrir áður en runan kom og var það vel þegið.
Rellan var full og rauk í loftið á tíma og kleif helvíti bratt, en svo rétti hún sig við og þjónusta gat hafist um borð.
Það sem maður varð var við eiginlega strax var hvað sætin eru góð breið og fótaplássið, aldrei upplifað svona mikið en þetta var nýleg vél frá wow air af gerðinni Airbus 320, leið flugið áfram, utan þess að það var töluverð ókyrrð í loftinu. Svo nálgumst við Kaupmannahöfn, vindur þá að mér ein flugfreyjan og spyr hvort það sé ég sem hafi pantað aðstoð og kváði ég já við því og sagði hún mér að sitja rólegur hún myndi láta mig vita þegar flutningsaðillinn væri klár.
Svo var stoppað á hlaði og allir stóðu upp nema við félagarnir, þó svo ekki væri búið að opna vélina, svo tók góðan tíma að losa vélina, kom þá flugfreyjan til mín og sagði að hún væri komin og gekk ég út og þar beið mín önnur dama með hjólastól og rúllaði mér upp landganginn og er þar var komið var hún með rafmagnsbíl ( Siggi, hann hét ekki Tesla heldur Omo þekkir þú þá eitthvað? ) og svo var keyrt og Venni í aftursætinu yfir í terminal 3, en þar var skipt yfir í rafmagnsstól og ég keyrður niður á brautarpall hjá Metróinu.
Stuttu seinna kom lestin og tókum við hana niður á Nörreport stöðina þar sem við skiptum yfir í S tog og fórum á Vesterport stöðin og er við komum þar út þá horfðum við á hótelið sem við myndum gista á Imperial.
Við vorum orðnir svangir, þannig að við fórum fyrst á Axelborg bodega og fengum okkur sæti á gamla stamborðinu hans Simon Spice og pöntuðum eftirfarandi að borða.
Vá hvað síldin var góð, það munaði litlu að ég táraðist.
Stóð fyllilega fyrir sínu, dönsk klassík.
Nú brosti ég aftur á hnakka, það eru mörg ár síðan ég smakkaði þetta síðast en var vel þess virði.
Dönsk klassík sem erfitt er að klúðra.
Spjölluðum við smástund við þjóninn og var okkar niðurstaða með síldina eftirfarandi: íslenska síldin er sú besta, en danir kunna best að verka hana og hef ég heyrt tvær ástæður fyrir því, fyrri er að það sé verið að nota frosna síld en ekki saltsíld og hin að síldin sé útvötnuð of mikið og verði þá eins og hálfgert mauk.
Fórum sáttir út af staðnum og upp á hótel og tékkuðum inn, upp á herbergi og lögðum við okkur fram að kvöldmat.
Svo var komið að kvöldverðinum og skyldi hann snæddur á veitingastaðnum Sans Souci á Freiðriksbergi.
Ég hafði verið í tölvusamskiptum við þau um villibráð og fékk svar að það réðist í hverri viku hvað væri á matseðlinum eftir hvað veiðimenn fengju og var ég bara sáttur með það.
Við förum inn og er vísað til sætis og afhentir matseðlar og við skoðum þá og hvergi er að sjá villibráð, ég spyr þjónustustúlkuna og segi henni frá samskiptum mínum við staðinn á netinu, hún fer með það til baka og kemur að vörmu spori og segir að það sé enga villibráð að fá, ok við skoðum matseðillinn áfram og vorum búnir að ákveða okkur þegar mér verður starsýnt á svona litla bók og fer að fletta henni og viti menn þar er seðillinn sem ég hafði lesið með villibráð, kalla ég í stúlkuna og spyr hana hvort þetta sé ekki á boðstólunum, hún les þetta blóðroðnar og fer á bak við.
Allt í einu birtist önnur dama og kom í ljós að ég hafði verið í sambandi við hana og segir að það þurfi að panta þetta með fyrirvara, ég spyr hvar það standi og hún hikstar og fer fram og kemur stuttu síðar og segir við getum boðið ykkur grafin krónhjört í forrétt og líka í aðalrétt og vorum við sáttir með það og kom eftirfarandi matur á borðið:
Magnaður réttur, bragðið dansaði vals svo vel harmóneruðu það.
Kom skemmtilega á óvart, væri alveg til í að borða þennan rétt aftur.
Þetta var alveg svakalega góður réttur og vel þess virði að standa í stappi til að fá hann.
Frábær samsetning á bragði, maður bara fór á flug.
Heim á hótel og beint í koju og upplifa daginn aftur slakur ,áður en haldið var inn í Disney
Fleira tengt efni:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana