Sverrir Halldórsson
Heimsókn í mötuneyti Reykjavíkurborgar
Það er staðsett í Borgartúni við hliðina á Hálfvitanum svokallað og er á 8. hæð með alveg fanta útsýni, þar ræður ríkjum Guðmundur Halldórsson matreiðslumeistari, en hér að neðan má sjá ferilskrá hans:
- 1 ár veitinganám við Fjölbraut í Breiðholti
- Undir leiðsögn Ib Wessmann, Halldór Malberg og Gerður í Menntaskólanum við Sund
- Hótel Saga, Matreiðslunám 1983 1987.
- Hótel Borgarnes, sumarfríið 1984
- Húsmæðraskólinn á Laugarvatni, Hótel Edda, Sumarfríin 1985 og 1986
- Allt sumarið eftir útkrift vorið 1987, yfirmatreiðslumaður
- Veitingahúsið Lækarbrekka 1987 -1989 Vaktstjóri
- Reastaurant Alexsandre, Frakklandi 1988
- Matreiðslumeistari 1989.
- Holliday Inn 1989 – 1994
- Aðstoðarmaður landsliðsins 1991-1993
- Naustið sumarið 1994, aðstoðar yfirmatreiðslumeistari
- Setti upp veitingadeildina og eldhús á Kaffi Reykjavík haust 1994 – vor 1995, Yfirmatreiðslumeistari
- Jónatan Livingston Mávur, 1995 – 1996 aðstoðar yfirmatreiðslumeistari
- Matreiðslumaður ársins 3. sæti 1996
- Hótel Söderköpings Brunn 1996 -1999 Yfirmatreiðslumeistari yfir veislu og a la carte veitingastaðnum
- Eigandi og framkvæmdarst, Skólabrú veitingahús 2000 – 2004
- Framkvæmdarst, Áslákur 2005 bar og mótel
- Veislur og vín, veislur og afleysingar
- Krydd og Kavíar 2006-2007 aðstoðar yfirmatreiðslumeistari
- Hilton Hótel Nordica 2007 – 2008, veisludeild
- Hótel Stykkishólmur, Hótel Ólafsvík, Hótel Hellnar veislur og afleysingar
- Skrifstofa þjónustu og reksturs Reykjavíkur mötuneyti 2008 – dagsins í dag
Guðmundur og hans fólk vinnur eftir settum reglum sem eru:
Við bökum ný brauð á hverjum morgni sjálf.
Ég set hér reglur okkar sem við reynum eftir fremsta megni að framfylgja gagnavart okkar gestum.
Maturinn aðeins lagaður úr:
Fyrsta flokks hráefni frá eingöngu samþykktum birgjum sem eru með rammasamning við Reykjavíkurborg.
Súpur og sósur:
Sem við leitumst við að gera án hveitis og harðrar fitu
Vort daglegt brauð:
Úr úrvals korni og fræjum daglega
Grænmeti og ávextir:
Brakandi ferskt og nýtt alla vikuna
Kryddin okkar;
Gæðakrydd, fersk eða blöndur, ilmandi góðar og án msg
Áherslur í matargerð
- Að hráefnið sem notum er aðeins fyrsta flokks frá viðurkenndum birgjum Reykjavíkurborgar.
- Við leggjum mikla áherslu á að maturinn sé yfir heildina hollur.
- Fjölbreyttur matur er henti vel fólki sem er annt um rétta næringu og heilsu.
- Flest allar súpur og sósur eru án hveitis og harðrar fitu.
- Notum ekki viðbættan sykur í matargerðina.
- Við notum góðar olíur, sýrðan rjóma, ab mjólk í og með matnum.
- Flest öll brauðin bökum við sjálf úr úrvals korni, fræjum, með olífuolíu og sjávarsalti.
- Grænmeti og ávextir ferskt og nýtt á hverjum degi.
- Kryddin eru fersk og hreinar blöndur án MSG.
- Við störfum eftir manneldismarkmiðum Lýðheilsustöðvar.
- Við störfum eftir eftirlitskerfi GÁMES.
Hér kemur vikuseðillinn:
Kremuð blómkálssúpa
Smjörsteikt ýsa með Hollandaisesósu ásamt sítrónu og kartöflum
Tómatsúpa Minestrone
Marokkóskur grísapottréttur með döðlum, apríkósum og kóríander
Kremuð Skógarsveppasúpa
Rattatoullie grænmetisréttur með steiktum kryddgrjónum og Aiolisósu
Sætkartöflu- og graskerssúpa með engifer
Hægeldaður léttreyktur lambaframpartur í BBQ með kremuðum maís og bökuðum kartöflum
Matarmikil indversk kjúklingasúpa með grænmeti og chili ásamt pecan Naan brauði með kryddjurtum
Þegar ég kom var blómkálssúpa og ýsa Hollandaise í matinn auk salatbarsins sem er alltaf og bragðaðist þetta alveg undursamlega gott.
Guðmundur er með 6 starfsmenn, en það borða að jafnaði um 250 manns í hádeginu, svo er mikið með fundi og þarf að sinna bæði drykkjum og einhverju til að muðla og tekur það sinn tíma.
Þakkaði ég fyrir mig og hélt niður á jörðina og út í kaldan veruleikann.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn1 klukkustund síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa