Vertu memm

Hinrik Carl Ellertsson

Rúllupylsukeppnin 2014 verður haldin í Þurranesi í Saurbæ

Birting:

þann

Vinningshafar F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir

Vinningshafar frá því í fyrra
F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir

Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa  fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14.  Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13-13:30 í Þurranesi.

Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.

Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum.  Keppnin er haldin til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð.

Fornar verkunarhefðir og handverk í matargerð mega hvorki gleymast né staðna. Því er nausynlegt að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín, prófa nýjar leiðir og stuðla þannig að þróun í gerð hefðbundinna matvæla.

Kynslóðirnar er því hvattar að koma saman við rúllupyslugerð, læra hver af annarri og njóta tímans saman.

Sjá umfjöllun um keppnina 2013 hér.

 

Mynd: Valdís Einarsdóttir

twitter og instagram icon

 

Hinrik er matreiðslumeistari að mennt. Útskrifaðist með sveinspróf árið 2006 og sem matreiðslumeistari árið 2012. Var í U-23 ára kokklandsliðinu. Hefur farið víða þrátt fyrir ungan aldur, m.a. sem yfirmatreiðslumeistari á Radisson Blu Caledonian og Hótel Varmahlíð. Eyddi þremur vikum á The Fat Duck sumarið 2012. Hefur staðið fyrir grillnámskeiðum ofl. Greinahöfundur hjá Gestgjafanum síðan 2012. Hægt er að hafa samband við Hinrik á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið