Hinrik Carl Ellertsson
Rúllupylsukeppnin 2014 verður haldin í Þurranesi í Saurbæ

Vinningshafar frá því í fyrra
F.v. Jón Jónsson frá Kirkjubóli, Hafdís Sturlaugsdóttir og Kirkjubólssystkinin Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir
Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13-13:30 í Þurranesi.
Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.
Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin er haldin til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð.
Fornar verkunarhefðir og handverk í matargerð mega hvorki gleymast né staðna. Því er nausynlegt að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín, prófa nýjar leiðir og stuðla þannig að þróun í gerð hefðbundinna matvæla.
Kynslóðirnar er því hvattar að koma saman við rúllupyslugerð, læra hver af annarri og njóta tímans saman.
Sjá umfjöllun um keppnina 2013 hér.
Mynd: Valdís Einarsdóttir

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards