Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gerir Excel fólkið ekki greinarmun á sýndarveruleika og raunveruleika?
Það virðist færast í aukana að svokallað Excelfólk ( markaðsfólk og auglýsingafólk ) telji að það sé yfir það hafið að halda sig við raunveruleikann, bara að það lúkki vel í excel þá er ok, tökum dæmi.
1. Hagkaup – Amerískir dagar
Tornados steik úr nautalund.
Samkvæmt orðabók þá þýðir tornado; skýstrókur eða hvirfilbylur. Rétta orðið er; tournedos; turnbauti.
2. ALI – Silkiskorinn skinka
Í auglýsingunni var því haldið fram að silkiskorinn skinka væri bragðmeiri. Ég fór út í búð og keypti pakka og smakkaði og viti menn, auðvitað var hún bragðminni, þar sem hún var mun þynnri en venjuleg sneið og þar af leiðandi minna magn sem gaf bragð.
3. Holtakjúklingur
Coq au vin þýðir Hani í víni. Le poulet fumé au vin, þýðir reyktur kjúklingur í víni.
Hvernig er hægt að ruglast á þessu.
4. Krónan – Úrbeinaðar kótilettur
Úrbeinaðar kótilettur heita hryggjarsneiðar, því þar er rif beinið sem gefur sneiðinni nafnið kótiletta. Óskiljanleg staðreyndarvilla.
5. Netto – Lambakóróna
Lambarifjur seldar í poka og kallaðar kóróna, verður ekki þannig fyrr en búið er að spyrða þeim saman uppréttum og steikt svoleiðis í
ofni, síðan er kórónan skorin fyrir við borðið, því það er partur af upplifunni annars eru þetta bara lambarifjur.
Ekkert var minnst á hvaðan kórónu nafnið var komið og hvað það merkti.
Vonandi getur þetta stuðlað að því að fólk hætti að ljúga að viðskiptavinum eða í besta falli að hagræða hlutunum sér í hag, fólk er orðið hundleitt að þessu óvönduðu vinnubrögðum sem excel fólkið viðhefur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu







