Sverrir Halldórsson
Ný Danskur í einn dag – Veitingarýni: Fabrikkan og Smurstöðin
Í tilefni af útgáfu á nýju plötu hljómsveitarinnar Ný Danskar voru tónleikar í Hörpunni 13. september og 5. september var afhjúpaður réttur á matseðli Fabrikkunnar til heiðurs hljómsveitinni, ákvað ég að vera Ný Danskur í einn dag.
Í hádeginu laugardaginn 13. september mætti ég á Fabrikkuna til að smakka á ný dönsku samlokunni, en hún er:
Samlokan var nákvæmlega eins og á myndinni sem er sjældgæft hjá skyndibitastöðum, bragðið var mjög gott og heildin góð, utan þess að mér fannst hún frekar rýr miðað við aðrar pulled pork samlokur, fór hálfsvekktur út af Fabrikkunni í þetta sinn.
Síðan var ég mættur á Smurstöðina um sexleitið til að fá mér nýmóðins smurt danskt brauð og varð eftirfarandi fyrir valinu:
Þessi túnfiskur kom inn á mánudeginum á þriðja hundrað kíló, veiddur suður á Íslandi og þarna var hluti hans kominn á diskinn hjá mér. Þessi útfærsla hjá þeim Smurstöðvarmönnum var virkilega góð, fallegur réttur og gaman að borða fisk sem veiddur er af íslendingum, en þessi fiskur er af bláugga ættinni.
Einfaldur og klassískur réttur, en ekki að sama skapi góður, það er hægt að handera síld á miklu betri máta.
Í eftirrétt fékk ég:
Smakkaðist það virkilega vel, ekki of sætt og ekki of súrt, góður endir.
Síðan lá leiðin inn í Eldborg þar hlýtt var á Diskó Berlín og alla hina slagarana hjá hljómsveitinni Ný dönsk og var ekki laust við að ég væri farin að tala dönsku í lokin.
Hér er myndband við lagið Nýr maður af hljómplötunni Diskó Berlín sem er níunda breiðskífa hljómsveitarinnar:
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni22 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka