Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stærsta hótel landsins rís við Höfðatorg
Gengið hefur verið frá fjármögnun á byggingu stærsta hótels landsins en það mun rísa á Höfðatorgi við Borgartún. Um er að ræða átta milljarða króna fjárfestingu en Íslandshótel munu annast rekstur hótelsins. Íslandsbanki mun fjármagna bygginguna og Eykt framkvæmdirnar.
Að sögn Péturs Guðmundssonar, forstjóra Eyktar, var fjármögnunarsamningurinn undirritaður í morgun og er jarðvegsvinna þegar hafin. Um er að ræða gríðarlega stórt verkefni en fyrirhugað er að hótelið verði rúmir 17 þúsund fermetrar að stærð, á 16 hæðum með 342 herbergjum, að því er fram kemur á mbl.is.
Íslandshótel er móðurfyrirtæki Fosshótela, Grand hótel, Reykjavík Centrum og Hótel Reykjavík.
Mynd: eykt.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur