Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stærsta hótel landsins rís við Höfðatorg
Gengið hefur verið frá fjármögnun á byggingu stærsta hótels landsins en það mun rísa á Höfðatorgi við Borgartún. Um er að ræða átta milljarða króna fjárfestingu en Íslandshótel munu annast rekstur hótelsins. Íslandsbanki mun fjármagna bygginguna og Eykt framkvæmdirnar.
Að sögn Péturs Guðmundssonar, forstjóra Eyktar, var fjármögnunarsamningurinn undirritaður í morgun og er jarðvegsvinna þegar hafin. Um er að ræða gríðarlega stórt verkefni en fyrirhugað er að hótelið verði rúmir 17 þúsund fermetrar að stærð, á 16 hæðum með 342 herbergjum, að því er fram kemur á mbl.is.
Íslandshótel er móðurfyrirtæki Fosshótela, Grand hótel, Reykjavík Centrum og Hótel Reykjavík.
Mynd: eykt.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





