Frétt
Er veitingastaðurinn Tveir Vitar að falsa viðurkenningarskjal?
Það fóru viðvörunarbjöllur í gang hjá fréttastofu veitingageirans þegar veitingastaðurinn Tveir Vitar í Garðinum auglýsti á facebook síðu sinni móttöku á 5 stjörnum frá IHRA fyrir mat, þjónustu og staðsetningu, en í sumar auglýsti veitingastaðurinn að sjálfur Jamie Oliver yrði dómari á BBQ hátíð sem ekkert varð úr.
Veitingageirinn.is sendi fyrirspurn á IHRA og barst svar frá Casimir Platzer forseta IHRA, sem sagði að samtökin hefðu ekki gefið viðurkenningarskjal árið 2014.
If the date on the certificate is 2014, then I don’t think that this document has been given out by our association.
Kindest regards,
Casimir Platzer
President
Ef horft er á skjalið í meðfylgjandi mynd þá er það gefið út nú í ár. Hvað vakir fyrir Tveimur Vitum með þessum tilkynningum er erfitt að segja til um.
Mynd: skjáskot af facebook færslum frá Tveimur Vitum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla