Viðtöl, örfréttir & frumraun
Enduðu á sjúkrahúsi eftir að hafa smakkað á ofursterkum hamborgara
Blaðamennirnir Arron Hendry og Ruari Barrett frá blaðinu The Argus ætluðu að smakka á The XXX Hot Chilli Burger á veitingastaðnum Burger Off í Brighton Englandi og skrifa grein um hann, en það endaði á annan hátt.
Þeir náðu einum bita hvor, en þá hafnaði meltingakerfi þeirra þessu og leiðin lá á sjúkrahúsið í Brighton.
18 ára aldurstakmark
Blaðið The Daily Mail, hafði skrifað um þennan hamborgara sem er svo sterkur að fólk þarf að skrifa undir plagg um að það taki ábyrgðina á að borða hann, vegna þess að fimm hafa endað á sjúkrahúsi sem reyndu að borða hann, einnig er aldurstakmark 18 ár á að kaupa hann.
Habanero chillien er skráður sem ekstra sterkur, en er bara 300000 á skala Scoville, sá sterkasti chilli er Trinidad Moruga Scorpion sem er á skalanum 1,4 – 2 miljónir, en hvað haldið þið að talan hafi verið fyrir borgarann, hún var 7 til 11 miljónir á áðurnefndum skala til samanburðar er Tabasco sósan 2500 – 5000 og piparúði er 500000 – fimm miljónir á skalanum.
Skilaboð frá blaðamönnunum eru skýr, borðið mildari mat
Mikið hefur færst í vöxt í Evrópu og þá sérstaklega norður hlutanum að krydda matinn mikið.
Hlutir eins og hvítlaukur, chilli, karrý voru ekki fundin upp sem krydd, heldur voru það aðstæður sem neyddu fólk til að byrja að nota þau, því hér áður fyrr var ekkert sem heitir kæling á mat, hann varð að borða sama dag og honum var slátrað, því súrefnið byrjar strax að skemma mat sem er í hita, þannig að þessir sterku hlutir í náttúrunni voru til þess að vinna á móti ýldubragðinu.
Og vegna þess og að ekki náðist að ná dauðastirnuninni úr dýrinu fyrir eldun, þá er mikið af kássum í þessum heimshluta, það þurfti með öðrum orðum að sjóða í tætlur.
Önnur ástæða sem mannskepnan lærði fljótt var að þegar hún borðaði svona sterkan mat þá gaf líkaminn frá sér undarlega lykt sem hafði þann eiginleika að halda skordýrum í skefjum.
En við hér upp í Norðrinu höfðum kulda, frost og ís og þurftum ekki að glíma við sömu vandamál, við gátum kælt, fryst, súrsað, þurrkað og þegar við fengum salt bættist söltun við.
Væru báðir á klósettinu
Vegna þessa er okkar meltingakerfi mótækilegt á annan máta en þeirra í heitu löndunum, við þolum mjólkurvörur, salt, sykur, en fáum oft velgju eftir að hafa borðað eitthvað sterkt, en fólk í Asíu og heitu löndunum, fær vanlíðan ef það neytir mjólkurvara en getur borðað sterkan mat eins og ekkert sé.
Dæmi:
íslendingur getur borðað mjólkurvörur daglega og líður bara mjög vel.
Mexíkani getur borðað chillipipar eins og sælgæti og líður bara mjög vel.
En ef þessu yrði snúið við, væru þeir sennilega báðir á klósettinu meira og minna.
Matreiðslumenn athugið
Þetta er það sem matreiðslumenn þurfa að hafa í huga þegar þeir skapa rétti og hver styrkleikinn eigi að vera.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði