Kristinn Frímann Jakobsson
Vandræði innan veitingageirans
Veitingageirinn sker sig frá annarri atvinnustarfsemi á Norðurlandi hvað varðar vandamál og brot á launþegum, segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Sem dæmi hafa atvinnurekendur reynt að láta ungmenni í sumarstörfum vinna frítt til prufu, nokkrar ábendingar um slíkt hafa komið upp í sumar, að því er fram kemur á akureyri.net.
Ég vil ekki segja hvort þetta séu stærri eða minni fyrirtæki, en það er víða sem atvinnurekendur í veitingageiranum reyna að koma sér hjá því að borga fólki laun. Þess vegna stöndum við þessa dagana fyrir sérstakri kynningu á réttindum launafólks
, segir Björn.
Formaður Einingar-Iðju telur að of mikil ævintýramennska einkenni a.m.k. hluta ferðaþjónustunnar hér á landi. Atvinnurekendur undirbúi ekki hlutina sem skyldi þegar þeir ákveði að stofna ný fyrirtæki.
Það er ábyrgð að hafa fólk í vinnu, oft er það ekki vegna ásetnings sem hlutir eru ekki í lagi heldur er kunnáttuleysi um að kenna. Þetta er kapphlaup um kúnnana og mér finnst of auðvelt að stofna fyrirtæki og fara út í bissness. Sérstaklega gleymist að horfa til réttinda starfsmanna, það er of algengt að menn telji það sem dæmi aukaatriði að standa skil á launum.
Björn segist þó hafa tilfinningu fyrir því að svartar greiðslur séu heldur á útleið í ferðaþjónustunni sem sé fagnaðefni. Enda séu vandamálin mörg þar sem fólk í svartri vinnu hafi staðið uppi slyppt og snautt eftir áföll.
Við vitum nokkur dæmi um þetta og þess vegna er mikilvægt að fólk sé meðvitað um mikilvægi þess að greiða skatta og skyldur.
Björn segir að fjöldi vandamála í ferðaþjónustu sé mun meiri en nemi umfangi greinarinnar, það er fjölda allra starfa.
Mér finnst þeir hjá Ríkisskattstjóra hálfsofandi, þeir þyrftu meira fjármagn til að sinna auknu eftirliti. Miðað við ávinninginn sem er í boði að uppræta svartar greiðslur, finnst mér sem hvatinn fyrir auknu eftirliti ætti að vera fyrir hendi.
Mynd: úr safni
Greint frá á akureyri.net

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni