Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fyrsta handverkssláturhúsið

Birting:

þann

Aðstandendur sláturhússins Seglbúðum

Aðstandendur sláturhússins Seglbúðum

Í haust stendur til að hefja rekstur á sláturhúsi á Seglbúðum í Landbroti. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í vikunni að búið sé að stofna einkahlutafélag utan um sláturhúsið. Stofnandi félagsins er Geilar ehf., en það er í eigu Erlendar Björnssonar og Þórunnar Júlíusdóttur, bænda á Seglbúðum. Að sögn Þórunnar er um fyrsta einkasauðfjársláturhús landsins að ræða.

Þórunn segir að markmiðið með sláturhúsinu sé að sauðfé þurfi ekki ferðast um langan veg til slátrunar og neytendur geti keypt vöru sem er ræktuð og unnin á sjálfbæran hátt. Hingað til hefur einungis verið boðið upp á að slátra sauðfé í stórum sláturhúsum og hefur þróunin verið á þann veg að sláturhúsum hefur fækkað, þau stækkað og orðið tæknilegri á síðustu misserum. Hún segir eftirspurn eftir litlu sláturhúsi á svæðinu en fyrst um sinn fær sláturhúsið einungis leyfi til að slátra 45 gripum af sauðfé á dag, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.

 

Mynd: aðsend

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið