Markaðurinn
Golfmót MATVÍS
MATVÍS hefur ákveðið að halda golfmót í ár. Nokkur ár eru síðan síðast var haldið mót en þeim var hætt vegna ónógrar þátttöku. En nú er sem sagt ákveðið að reyna á ný og sjá hvort áhuginn verður meiri.
Mótið verðu haldið hjá golfklúbbnum Leyni á Akranesi þann 25. júní næstkomandi. Rútuferðir verða frá Stórhöfða 31 kl. 11.00 og ræst verður út á öllum teigum kl. 13.00. Boðið verður upp á vegleg verðlaun og mat í lok móts.
Einungis virkir félagar MATVÍS geta tekið þátt og þurfa að hafa greitt þátttökugjald kr. 3000 eigi síðar en á hádegi mánudaginn 23. júní.
Félagar tilkynni þátttöku hjá [email protected] . Upplýsingar sem þurfa að fylgja eru, fullt nafn, kennitala, golfklúbbur og forgjöf. Teiggjaldið kr. 3.000 skal lagt á reikning 537-26-590 kennitala 500796-3089.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu






