Vertu memm

Sverrir Halldórsson

KS kaupir Sláturhúsið á Hellu og Kjötbankann í Hafnarfirði

Birting:

þann

Sláturhúsið á Hellu

Sláturhúsið á Hellu

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur keypt 60 prósenta hlut í Sláturhúsinu á Hellu og einnig 60 prósenta hlut í Kjötbankanum í Hafnarfirði af Þorgils Torfa Jónssyni og tengdum aðilum. Fyrir á Sláturhúsið á Hellu 40 prósenta hlut í Kjötbankanum. Kaupverð er ekki gefið upp. Kaupin voru tilkynnt Samkeppnisstofnun í gær og eru þau háð samþykki stofnunarinnar.

KS rekur öfluga afurðastöð á Sauðárkróki sem slátrar sauðfé, nautgripum og hrossum auk þess að eiga helming í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Sláturhúsið á Hellu er vel tækjum búið stórgripasláturhús og staðsett í öflugu landbúnaðarhéraði. KS hefur um 35 prósenta hlutdeild í sauðfjárslátrun og vinnslu á landinu.

Með kaupunum nú verður hlutfallið orðið svipað í nautakjöti og stefnir í slíkt hið sama hvað varðar hrossaslátrun, að því er fram kemur í nýjasta Bændablaðinu, en hægt er að lesa nánar um kaupin með því að smella hér.

 

Mynd: skjáskot úr google korti

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið