Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sjómannastofan Vör Grindavík | „…alveg til fyrirmyndar og vel þess virði að renna til Grindavíkur í góðan mömmumat.“

Birting:

þann

Jón Guðmundsson, Súsanna Joensen, Sunneva Ævarsdóttir og Guðjón Jónsson

Jón Guðmundsson, Súsanna Joensen, Sunneva Ævarsdóttir og Guðjón Jónsson

Slegið á létta strengi

Slegið á létta strengi

Þá er komið aftur að okkar mánaðarlega heimsókn á stað sem er með heimilismat og fyrir valinu í þetta sinn var Sjómannastofan Vör í Grindavík. Ég og ritstjórinn vorum mættir eitt föstudagshádegi kl 11:15 að beiðni Jóns Guðmundssonar veitingamanns þar sem það kæmi stór hópur kl 11:30 og þá þyrftum við að vera búnir að taka myndir af hlaðborðinu.

Það sem var á boðstólunum þennan dag var pönnusteikt ýsa og reyktur svínahnakki, meðlæti var steiktar kartöflur, grænmeti, salatbar, grænar baunir, hrásalat, rauðrófur, laukfeiti, Béarnaisesósa og brún sósa og í eftirrétt var boðið upp á grjónagraut með kanilsykri og rjómablandi.

Smökkuðum við á heila galleríinu og ekki leiddist okkur það, þetta var alveg til fyrirmyndar og vel þess virði að renna til Grindavíkur í góðan mömmumat.

Það reyndist rétt hjá Jóni, en um kl. 11:30 fylltist staðurinn og mikið fjör í salnum en þau tóku þessu statískri ró og allir fengu sitt.

 

Þetta er fjölskyldufyrirtæki rekið af Jóni og konu hans og sonur þeirra hann Guðjón Jónsson aðstoðar þau við þetta enda ekki ókunnur veitingabransanum.

Kvöddum við gestgjafana og þökkuðum fyrir góðan viðurgjörning og héldum í sitt hvora áttina frá Grindavik með sælubros á vör.

 

Myndir: Smári

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið