Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Íslensku keppendurnir í Norrænu nemakeppninni eru lagðir af stað til Svíþjóðar

Birting:

þann

Íslensku keppendurnir í Norrænu nemakeppninni þau Iðunn Sigurðardóttir matreiðslunemi á Fiskfélaginu, Rúnar Pierre Heriveanx matreiðslunemi á Bláa Lóninu, Ólöf Rún Sigurðardóttir framreiðslunemi á Radisson Blu Hótel Saga og Ólöf Vala Ólafsdóttir framreiðslunemi á Vox flugu út í morgun til Stokkhólms í Svíðþjóð.

Þjálfarar eru:

  • Ari Þór Gunnarsson, matreiðslumaður
  • Hallgrímur Sæmundsson, framreiðslumaður

Keppnin hefst með bóklegu prófi á morgun föstudaginn 4. apríl og í beinu framhaldi fara keppendur í matreiðslu að elda 2 rétta máltíð fyrir 6 manns sem samanstendur úr aðalrétt sem á að innihalda karfa, beikon og blómkál og eftirrétt sem á að innihalda dökkt súkkulaði, kardimommur og kanil, en keppendur hafa 1 klst og 20 mínútum til þess.  Framreiðslunemar fara í vínþekkingu, fyrirskurð og að leggja á borð.

Á laugardaginn 5. apríl keppa liðin tvö saman og þurfa þá matreiðslunemarnir að elda 4 rétta máltíð fyrir tólf manns úr alveg ókunnu hráefni (mistery basket) og þurfa að skila fyrsta rétt eftir 3 tíma.

Framreiðslunemarnir keppa á barnum, leggja á borð, framreiðslu á 4 rétta máltíð og para vín við þá máltíð.

 

Myndir: Ari Þór Gunnarsson

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið