Nemendur & nemakeppni
Íslensku keppendurnir í Norrænu nemakeppninni eru lagðir af stað til Svíþjóðar
Íslensku keppendurnir í Norrænu nemakeppninni þau Iðunn Sigurðardóttir matreiðslunemi á Fiskfélaginu, Rúnar Pierre Heriveanx matreiðslunemi á Bláa Lóninu, Ólöf Rún Sigurðardóttir framreiðslunemi á Radisson Blu Hótel Saga og Ólöf Vala Ólafsdóttir framreiðslunemi á Vox flugu út í morgun til Stokkhólms í Svíðþjóð.
Þjálfarar eru:
- Ari Þór Gunnarsson, matreiðslumaður
- Hallgrímur Sæmundsson, framreiðslumaður
- Iðunn Sigurðardóttir
- Ólöf Rún Sigurðardóttir
- Ólöf Vala Ólafsdóttir
- Rúnar Pierre Heriveanx
Keppnin hefst með bóklegu prófi á morgun föstudaginn 4. apríl og í beinu framhaldi fara keppendur í matreiðslu að elda 2 rétta máltíð fyrir 6 manns sem samanstendur úr aðalrétt sem á að innihalda karfa, beikon og blómkál og eftirrétt sem á að innihalda dökkt súkkulaði, kardimommur og kanil, en keppendur hafa 1 klst og 20 mínútum til þess. Framreiðslunemar fara í vínþekkingu, fyrirskurð og að leggja á borð.
Á laugardaginn 5. apríl keppa liðin tvö saman og þurfa þá matreiðslunemarnir að elda 4 rétta máltíð fyrir tólf manns úr alveg ókunnu hráefni (mistery basket) og þurfa að skila fyrsta rétt eftir 3 tíma.
Framreiðslunemarnir keppa á barnum, leggja á borð, framreiðslu á 4 rétta máltíð og para vín við þá máltíð.
Myndir: Ari Þór Gunnarsson
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar6 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra









