Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gordon Ramsay hefur keypt Aubergine
Gordon Ramsay hefur keypt veitingarstaðinn Aubergine í Chelsea þar sem ferill hans byrjaði yfir um 20 árum siðan. Ramsay byrjaði sem yfirkokkur á Aubergine árið 1993, en árið 1995 fékk Ramsay sina fyrstu Michelin stjörnu og árið 1997 fékk hann sína aðra Michelin stjöruna en á Aubergine hafa á meðal Marcus Wareing, Angela Hartnett og Mark Sargeant starfað. Gordon hætti á Aubergine árið 1998 eftir að Marcus Wareing var rekinn þaðan og allt starfsfólkið fylgdi honum sem orsakaði það að staðurinn lokaði á tímabili og missti báðar Michelin stjörnurnar.
Ramsay sagði að hann hefði verið í viðræðum við eigendur staðarins sem er nú Ítalskur veitingastaður sem heitir 11 Park Walk, en fyrir tveimur árum var Ramsay mjög áhugasamur á svæðinu og sagði Gordon ætla sér að setja um 1.2 milljón punda í breytingar á staðnum og áætlað að hann verði um 60 sæta veitingastaður sem opnar í ágúst n.k., en þó ekki undir Aubergine nafninu.
Með því að smella hér er hægt að horfa á þátt sem sýnir þegar Gordon hætti á Aubergine og hvernig Gordon veldið hófst.
Myndir: af netinu
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






