Viðtöl, örfréttir & frumraun
Michel Roux Jr. flytur Le Gavroche yfir hafið – aðeins í þrjú kvöld
Einn virtasti veitingastaður Bretlands, Le Gavroche, stígur á svið í New York í september þegar hinn þekkti matreiðslumeistari Michel Roux Jr. leiðir spennandi samstarfsverkefni með Chef Mitsunobu Nagae á Michelin veitingastaðnum l’abeille.

l’abeille í Tribeca, New York, er franskur fínn veitingastaður með japönskum áhrifum, undir stjórn Michelin-kokksins Mitsunobu Nagae.
Aðeins í þrjú kvöld, dagana 16. til 18. september 2025, býðst gestum að upplifa einstakan smakkseðil þar sem frönsk klassík mætir japanskri nákvæmni og fagurfræði. Matreiðslumennirnir tveir hafa skapað átta rétta seðil sem heiðrar þekktar Le Gavroche perlur með nýjum og óvæntum útfærslum á rótgrónum réttum.
Á meðal rétta má nefna:
Sardine Japonaise með tómatsósu og fennelkornum.
Pavé af skarkola, soðin í rauðvíni með reyktu beikoni og púrrulauk.
Ristuð dúfubringa með foie gras og kryddaðri peru.

Ursula og Silvia Perberschlager, betur þekktar sem „The Sisters“, eru samrýmdar eineggja tvíburasystur sem gegna lykilhlutverki sem veitingastjórar á Le Gavroche í rúm 20 ár. Þær eru þekktar fyrir sína einstöku þjónustu og hlýju nærveru.
Sérstakur gestur kvöldanna verður þjónustutvíburarnir Ursula og Silvia, sem hafa lengi verið ómissandi hluti af upplifun Le Gavroche í London. Þær munu sjá um að færa gestum þá þjónustu sem gert hefur staðinn ódauðlegan meðal matgæðinga. Jafnvel hinn víðfrægi ostavagn Le Gavroche fylgir með, enda væri engin Le Gavroche reynsla fullkomin án hans.
Michel Roux Jr. lýsir því yfir í fréttatilkynnningu að hann sé bæði heiðraður og spenntur að færa brot af Le Gavroche til Bandaríkjanna og skapa ógleymanlega kvöldstund í hjarta Manhattan.
Takmarkað sætaframboð og spennan mikil, tryggðu þér sæti á þetta einstaka matarævintýri á l’abeille í New York. Smelltu hér til að panta!
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup








