Markaðurinn
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
Oatly iKaffe Barista Light Haframjólk
Rannsóknarsnillingarnir á hafrarannsóknarstofu Oatly í Lundi ákváðu að leysa stærstu áskorun nútíma kaffihúsagestsins í því að vilja drekka sem flesta Latte í einni lotu. Þess vegna er nú til iKaffe Barista Light með hlutlausara bragði sem gerir kaffibragðinu kleift að njóta sín til fulls óháð brennslu eða blöndu ásamt léttari upplifun.
Þannig að þegar þú notar mjólkina út í kaffið eins og mjólk eða rjóma úr kú, eða í Cappuccino eða Latte kaffibollann, þá upplifir þú léttari tilfinningu í hvert sinn sem gerir þér kleift að fá þér annan (nú eða þriðja) kaffibollann. Oatly iKaffe Barista Light hefur lægra fituinnihald en hin venjulega iKaffe Barista, en það er ekki þess vegna sem Oatly kallar hana Light.
Léttari tilfinningin kemur ekki síður frá hlutlausari bragðinu sem gerir kaffinu þínu kleift að njóta sín án þess að mjólkurrjómabragðið sem búist er við af Barista mjólk tapist og uppfyllir væntingar atvinnukaffibarþjónsins á staðnum. iKaffe Light haframjólkin frá Oatly fæst í 1ltr fernu.
Oatly iKaffe Barista Lífræn Haframjólk
Lífrænt kremuð og lífrænt ríkuleg, lífræn iKaffe Barista haframjólk frá Oatly sem hægt er að skella beint í kaffið og flóa! Við þróun á vörunni vann Oatly að því að þróa lífræna iKaffe Barista haframjólk út frá lífrænu haframjólkinni í stað þess að þróa lífræna iKaffe haframjólk út frá iKaffe Barista haframjólkinni.
Hafðu það í huga þegar þú bragðar á lífrænu iKaffe Barista haframjólkinni. Athugið! Til að mjólk flóist vel þá er alltaf best að mjólkin sé tekin köld úr ísskáp en sé ekki við stofuhita. Mjólkin er frábær í Latte, Cappuccino og alla aðra drykki sem eru bornir fram með mjólkurfroðu. Lífræna iKaffe Barista haframjólkin frá Oatly fæst í 1ltr fernu.
Oatly iKaffe Barista lífræna haframjólkin er framleidd úr lífrænum höfrum fyrir lífræna kaffibarþjóna og alveg jafn mikið fyrir alla sem eru atvinnukaffibarþjónar heima hjá sér.

-
Keppni19 klukkustundir síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Frétt5 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025