Markaðurinn
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
Lindsay heildsala býður nú upp á framúrskarandi grænkerasnitsel og vegan nagga frá Stabburet í Noregi.
Naggarnir eru stökkir að utan með mjúkum kjarna og vel samsettri kryddblöndu sem tryggir jafnvægi í bragði. Þeir henta einstaklega vel sem snarl, í vefjur eða sem hluti af stærri máltíð með góðri sósu og fersku meðlæti. Þeir koma í 5 kg kassa, sem innihalda 217 nagga.
Snitselið er klassískur réttur í grænmetisvænni útgáfu, með stökkri áferð og bragðmiklu innihaldi sem gerir það að góðu vali í matseld. Það nýtur sín vel með hefðbundnu meðlæti á borð við kartöflurétti, ferskt salat og fjölbreyttar sósur. Snitselið kemur í 4,5 kg kassa sem inniheldur 57 snitsel.
Bæði naggarnir og snitselið eru fljótleg í eldun, auðveld í meðhöndlun og henta vel fyrir veitingahús og mötuneyti sem vilja bjóða upp á bragðgóða og gæðamikla valkosti.
Hægt er að panta í vefverslun hér, með tölvupósti á lindsay@lindsay.is eða í síma 533 2600.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni