Matthías Þórarinsson
60 ný hótelherbergi við Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu
Undirbúningur er hafinn vegna 60 herbergja viðbyggingar við Icelandair Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu í Reykjavík og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 1. maí á næsta ári.
Fyrirtækið JE Skjannar ehf. byggingaverktakar keypti gamla Slipphúsið 2003 og sumarið 2009 sóttu eigendurnir, Einar Ágústsson og Jens Sandholt, um að fá að breyta húsinu í hótel. Hrunið setti strik í reikninginn en 2011 gerðu þeir samning við forsvarsmenn Flugleiðahótela og um ári síðar, 18. apríl 2012, var Icelandair Hótel Reykjavík Marina formlega opnað.
Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Á meðfylgjandi myndbandi sýnir þegar Veitingageirinn.is leit við á formlega opnunargleði Icelandair Hótel Reykjavík Marina sem haldinn var síðasta vetrardag miðvikudaginn 19. apríl 2012.
Mynd og vídeó: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025