Vertu memm

Matthías Þórarinsson

60 ný hótelherbergi við Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu

Birting:

þann

Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging

Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging

Undirbúningur er hafinn vegna 60 herbergja viðbyggingar við Icelandair Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu í Reykjavík og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 1. maí á næsta ári.

Svona mun stækkunin líta út | Mynd: icelandairhotels.com

Svona mun stækkunin líta út | Mynd: icelandairhotels.com

Fyrirtækið JE Skjannar ehf. byggingaverktakar keypti gamla Slipphúsið 2003 og sumarið 2009 sóttu eigendurnir, Einar Ágústsson og Jens Sandholt, um að fá að breyta húsinu í hótel. Hrunið setti strik í reikninginn en 2011 gerðu þeir samning við forsvarsmenn Flugleiðahótela og um ári síðar, 18. apríl 2012, var Icelandair Hótel Reykjavík Marina formlega opnað.

Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Á meðfylgjandi myndbandi sýnir þegar Veitingageirinn.is leit við á formlega opnunargleði Icelandair Hótel Reykjavík Marina sem haldinn var síðasta vetrardag miðvikudaginn 19. apríl 2012.

 

Mynd og vídeó: Matthías

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið