Matthías Þórarinsson
60 ný hótelherbergi við Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu
![Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/03/IMG_2023.jpg)
Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging
Undirbúningur er hafinn vegna 60 herbergja viðbyggingar við Icelandair Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu í Reykjavík og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 1. maí á næsta ári.
Fyrirtækið JE Skjannar ehf. byggingaverktakar keypti gamla Slipphúsið 2003 og sumarið 2009 sóttu eigendurnir, Einar Ágústsson og Jens Sandholt, um að fá að breyta húsinu í hótel. Hrunið setti strik í reikninginn en 2011 gerðu þeir samning við forsvarsmenn Flugleiðahótela og um ári síðar, 18. apríl 2012, var Icelandair Hótel Reykjavík Marina formlega opnað.
Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Á meðfylgjandi myndbandi sýnir þegar Veitingageirinn.is leit við á formlega opnunargleði Icelandair Hótel Reykjavík Marina sem haldinn var síðasta vetrardag miðvikudaginn 19. apríl 2012.
Mynd og vídeó: Matthías
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný