Viðtöl, örfréttir & frumraun
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
Klúbbur matreiðslumeistara (KM) í Reykjavík hélt marsfund sinn þann 4. mars á Sjúkrahóteli Landspítalans. Matreiðslumeistararnir Magnús Örn Guðmarsson, starfsmaður sjúkrahótelsins, og Haraldur Helgason, teymisstjóri í eldhúsi Landspítalans, tóku á móti fundargestum með glæsilegum veitingum í anddyri sjúkrahótelsins.
Saltkjöt og baunir á boðstólum
Gestir fengu að skoða eldhúsið þar sem um 6.000 máltíðir eru framleiddar daglega, auk þess sem þeir heimsóttu Elmu, matsal starfsmanna. Að skoðunarferð lokinni buðu gestgjafarnir upp á hefðbundið saltkjöt og baunir, sem féllu vel í kramið.
Árni Þór Arnórsson, formaður KM Reykjavík, setti fundinn og bauð matreiðslumenn velkomna.
Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?

Bólusetning fyrir matreiðslumeistara? Að sjálfsögðu voru veitingar í fljótandi formi líka – en bara til gamans!
Fjoridsemmed 20 mg: Gefist í munn fyrir máltíð. Til notkunar við ofáti á saltkjöti.
Domperidone 20 mg: Gefist í munn fyrir máltíð. Vegna: Vinnuleiða, vanvirkra bragðlauka og þrekleysi. Aukaverkanir: Hömlulausar hugmyndir, lélegt skopskyn.
Framtíð matreiðslunáms kynnt á fundinum
Á fundinum var kynnt nýtt námsefni í Hótel- og matvælaskólanum, sem samanstendur af rafrænum bókum fyrir matreiðslu á matvælabraut, bæði fyrir 1. þrep og 2. og 3. þrep.
Sjá einnig: Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu
Höfundar þessara bóka eru Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl Ellertsson, Sigurður Daði Friðriksson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson. Þeir Ægir, Hinrik og Hermann kynntu efnið og bentu á að hægt er að nálgast bækurnar á vefbok.is hjá Iðnú.
Það helsta úr starfi KM – Þórir Erlingsson fór yfir málin
Þórir Erlingsson tók einnig til máls og sagði frá ýmsu sem hefur gerst undanfarið og því sem er framundan hjá KM. Að venju var happdrætti haldið með veglegum vinningum. KM Reykjavík þakkar Landspítalanum og félögunum Magnúsi Erni og Haraldi Helgasyni fyrir góðar móttökur.
Myndir: kokkalandslidid.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni4 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir