Viðtöl, örfréttir & frumraun
25 Best Chefs – Iceland fagnað með glæsilegum kvöldverði á Vox Brasserie
Útgáfa bókarinnar 25 Best Chefs – Iceland verður fagnað með einstökum kvöldverðarviðburði á Vox Brasserie, 6. nóvember, þar sem sjónum er beint að fremstu matreiðslumönnum landsins. Bókin er gefin út af hinum virta breska útgefanda Peter Marshall, sem kemur sjálfur til landsins í tilefni útgáfunnar og verður heiðursgestur kvöldsins.
Sjö af kokkunum sem prýða bókina hafa tekið höndum saman og útbúið sjö rétta deilimatseðil sem byggir á uppskriftum þeirra úr bókinni. Réttirnir endurspegla fjölbreytni, fagmennsku og skapandi nálgun íslenskra matreiðslumeistara sem hafa haslað sér völl á hæsta stigi. Matseðillinn verður aðeins í boði þennan eina dag og gefur gestum einstakt tækifæri til að upplifa matargerð á heimsmælikvarða í nánu samstarfi við þá sem standa að baki bókinni.
Viðburðurinn hefst með fordrykk í Vox Lounge klukkan 18:30 þar sem gestir fá tækifæri til að hitta kokkana og hitta kokkana og ræða um matargerðina áður en haldið er til borðs. Þjónar leiða gesti til borðs í þremur hópum eftir að fordrykkurinn hefur verið afgreiddur.
Sjö rétta deilimatseðillinn kostar 16.900 krónur á mann og lofar kvöldi þar sem matargerð, metnaður og íslensk matarmenning mætast í sinni fegurstu mynd.
Gísli Matt – NÆS
Þorskroð með gerjuðum radísum, hrogna- og piparrótarsósa.
Gabriel Kristinn – Kokkur ársins 2025
Hörpuskel með wasabi-olía og wasabisósu
Gunnar Karl – Dill Restaurant
Snæsniglaseyði með greni & bjóredik
Friðgeir & Sveinn Þorri – EIRIKSSON Brasserie
Trufflu gnocchi með hvítvínssósu
Siggi Gísla – GOTT & Gísli Matt – NÆS
Þorskhnakki með villisveppasmjörskel
Gljáður Þorskhaus
Viktor & Hinni – LÚX Veitingar
Lamba Wellington með bökuðum portobello sveppum, hollandaise-froðu og rauðvínssósu.
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir – Fröken Reykjavík
Eplasorbet með sítrónusmjöri, saltkaramellu og ávaxta pâté
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Bocuse d´Or13 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni18 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






