Vertu memm

Sverrir Halldórsson

200 ár frá orustunni við Waterloo

Birting:

þann

Nautalundir Wellington

Það sem gerir þessi tímamót merkileg er tvenns skonar, annars vegar var á fimmtudaginn 18. júni síðastliðinn 200 ár frá því að Duke of Wellington stoppaði framrás Napóleons í orustu við Waterloo. Og hins vegar að í tilefni þessara tímamóta þá blés Gordon Ramsey til mikillar hátíðar á öllum veitingastöðum sínum 18. – 21. júni með því að bjóða upp á uppáhalds rétt Duke Wellington en það er Beef Wellington sá frægi réttur.

Gordon Ramsey

Gordon Ramsey

Nautalundir Wellington

Nautalundir Wellington

Nautalundir Wellington er nautalund brúnuð á pönnu, mökuð með andalifrakæfu, duxelle, pakkað inn í smjördeig, penslað með eggjarauðu og bakað í ofni.

Og borið fram með einni af eftirtöldum sósum, Béarnaise, Colbert, Madeira, Perigourdine eða Chateaubriand.

Sagt er að uppáhaldsréttur Nixon Bandaríkjaforseta hafi verið áðurnefndur réttur.

Einu tengsl Waterloo við söguna er sú að þaðan tilkynnti Duke of Wellington um sigur sinn á Napóleon.

Nautalundir Wellington

Frakkar voru ekki par hrifnir af nafni réttarins og nefndu hann „Filet de Boeuf en Cro-te.“, alltaf samir við sig.

Með fylgja myndir og vídeó frá Gordon Ramsey:

 

 

Heimildir: kitchenproject.com

Auglýsingapláss

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið