Sverrir Halldórsson
200 ár frá orustunni við Waterloo
Það sem gerir þessi tímamót merkileg er tvenns skonar, annars vegar var á fimmtudaginn 18. júni síðastliðinn 200 ár frá því að Duke of Wellington stoppaði framrás Napóleons í orustu við Waterloo. Og hins vegar að í tilefni þessara tímamóta þá blés Gordon Ramsey til mikillar hátíðar á öllum veitingastöðum sínum 18. – 21. júni með því að bjóða upp á uppáhalds rétt Duke Wellington en það er Beef Wellington sá frægi réttur.
Nautalundir Wellington er nautalund brúnuð á pönnu, mökuð með andalifrakæfu, duxelle, pakkað inn í smjördeig, penslað með eggjarauðu og bakað í ofni.
Og borið fram með einni af eftirtöldum sósum, Béarnaise, Colbert, Madeira, Perigourdine eða Chateaubriand.
Sagt er að uppáhaldsréttur Nixon Bandaríkjaforseta hafi verið áðurnefndur réttur.
Einu tengsl Waterloo við söguna er sú að þaðan tilkynnti Duke of Wellington um sigur sinn á Napóleon.
Frakkar voru ekki par hrifnir af nafni réttarins og nefndu hann „Filet de Boeuf en Cro-te.“, alltaf samir við sig.
Með fylgja myndir og vídeó frá Gordon Ramsey:
Heimildir: kitchenproject.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?