Markaðurinn
10% viðbótarafsláttur í vefverslun Ekrunnar
Takk fyrir frábærar viðtökur!
Já, við þökkum fyrir frábærar viðtökur á sýningunni Stóreldhús 2017.
Það er alltaf gaman að hitta viðskiptavini okkar og kynnast nýjum! Til að sjá vöruúrvalið okkar allt á einum stað er best að sækja um aðgang að vefversluninni okkar eða hafa samband á [email protected]
Afsláttarkóði í vefverslun!

Í tilefni af sýningunni Stóreldhús 2017 sem haldin var 26.-27. okt síðastliðinn, erum við með 10% viðbótarafslátt ef þú verslar í vefverslun Ekrunnar.
Sláðu inn kóðann ekran2017 áður en þú gengur frá pöntun.
Afsláttur gildir til 3. nóv 2017.
Uppskrift af unaðslegri Orelys mús!
Við buðum uppá Orelys mús á stóreldhúsasýningunni sem sló vægast sagt í gegn! Við lofuðum að deila uppskriftinni og að sjálfsögðu er hægt að versla allt í músina hjá okkur. Gott að nota leitina til að finna vörurnar í vefversluninni.
Mús:
500 g Debic Duo rjómi
220 g Valrhona Orelys blond súkkulaði
4 g Gelita Gelatín – matarlím
Aðferð
Leggið matarlímið í kalt vatn. Hellið rjómanum í pott og setjið yfir á miðlungshita að suðu, það er best ef hann nær suðu en fær samt ekki að sjóða upp. Kreistið mesta vatnið út matarlíminu og leysið upp í rjómanum. Takið pottinn af hellunni og blandið súkkulaðinu saman við heitan rjómann. Hellið blöndunni í bakka eða ílát og látið rjúka af því í 15-30 mín áður en það er kælt yfir nótt (má geymast lengur). Þeytið upp stífa blönduna í hrærivél eins og rjóma og setjið í það form sem ykkur lystir.
Kirsuberja sósa
250 kg Boiron Kirsuberja púrra
c.a 150 g Boiron frosin kirsuber
ca. 2 g Gelita Gelatín – Matarlím
Dansukker strásykur eftir smekk
Aðferð
Setjið kirsuberjapúrruna í pott og hitið upp á henni við vægan hita þar til hún er full bráðin. Leggið matarlímið í kalt vatn. Hellið kirsuberjunum út í púrruna og fáið upp suðu, bætið við sykri ef ykkur lystir. Kreistið mesta vatnið af matarlíminu og setjið það í sósuna. Hellið í geymsluílát og látið rjúka vel af því kælið svo, notist köld.
Mulningur
200 g Valrhona hvítt súkkulaði
100 g Til hamingju afhýddar möndlur
Aðferð
Hitið ofn í 130°C, setjið súkkulaðið og möndlurnar á sitthvorn bakkann með bökunarpappír í botninn. Dreifið vel úr þeim, setjið nokkra dropa af olíu á möndlurnar og hnífsodd af salti og makið möndlurnar vel upp úr því. Bakið súkkulaðið í 25 mín á 130°C þar til það er ljósbrúnt að ofan en karamellubrúnt inn í. Bakið möndlurnar aðeins lengur eða þar til þær eru karamellubrúnar, það má baka möndlurnar á hærri hita til þess að fá meira kryddbragð af þeim. Setjið möndlurnar í matvinnsluvél þegar þær hafa kólnað aðeins og vinnið í gróft duft. Vinnið möndluduftið og súkkulaðið saman á meðan að súkkulaðið er enn ylvolgt. Brjótið niður og setjið yfir músina.
Ef þið viljið fá uppskriftina senda í tölvupósti, sendið póst á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







