Smári Valtýr Sæbjörnsson
10 ára og stefnir á að verða matreiðslumeistari á eigin veitingastað
Róbert Leó Arnórsson er tíu ára og heldur úti skemmtilegri Instagramsíðu þar sem hann birtir myndir af þeim réttum sem hann eldar. Róbert var aðeins 5 ára þegar hann sýndi sína fyrstu matreiðslutakta og bjó til samloku, afraksturinn var samloka með sprauturjóma og epli. 8 ára gamall fékk hann áhuga á að taka þátt í að elda heima þar sem hann fékk fyrst að skera niður gúrkur og annað grænmeti.
Róberti fannst mjög gaman að taka þátt í eldamennskunni og tók hann meiri þátt í eldhússtörfunum. Níu ára gamall eldaði hann fyrsta réttinn sinn alveg sjálfur. Hann bjó til sína fyrstu uppskrift þegar hann var nýorðinn 10 ára og hélt 15 manna matarboð í afmælinu sínu þar sem hann eldaði þriggja rétta máltíð.
Hvernig kom það til að þú fórst að elda?
Ég hef lengi haft gaman af matreiðsluþáttum í sjónvarpinu, en áhuginn kom sérstaklega eftir íslensku Masterchef þættina.
Hvernig datt þér í hug að hafa Instagram síðu?
Ég byrjaði 2014 að taka myndir af því sem ég var að elda og setti sumar á Instagram síðuna mína. Sumir vinir mínir á Instagram voru aðeins að stríða mér og fannst skrítið að 9 ára strákur væri að elda og setja inn myndir af mat. Ég ákvað því í samráði við mömmu að opna sér síðu fyrir matarmyndirnar og hún er opin svo allir geta skoðað myndirnar. Þeir sem voru fyrst að stríða mér eru núna farnir að gera „like“ á myndirnar mínar og finnst þetta vera spennandi hjá mér.
Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Lambakjöt.
Hefur þú séð um að elda jólamatinn eða annan hátíðarmat?
Já ég fékk að elda kalkún á aðfangadag og Wellington steik á gamlárskvöld en þá fékk pabbi að hjálpa til.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Lambafillet.
Hvað áttu margar matreiðslubækur og hvaða bók er í uppáhaldi hjá þér?
Ég fékk að eiga matreiðslubækurnar sem mamma og pabbi áttu og síðan hef ég fengið nokkrar sjálfur, á 55 bækur í dag og uppáhaldið er „Grillað með Jóa Fel“.
Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn?
Grillmarkaðurinn á Íslandi, en Kobe í USA (japanskur staður þar sem kokkurinn eldar fyrir framan gestina).
Áttu uppáhalds matreiðslumann?
Mér finnst gaman að horfa á þættina með Gordon Ramsey og Jamie Oliver, hef ekki ennþá séð marga íslenska matreiðslumenn elda, en langar mikið til að fá að fylgjast með á alvöru veitingastöðum.
Hvað er skemmtilegast í skólanum?
Stærðfræðin er skemmtilegust. Mér finnst spennandi að læra matreiðslu en því miður fáum við ekki að gera mikið sjálf í tímunum. Ég væri hins vegar alveg til í að sjá um að elda hádegismatinn í skólanum.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?
Matreiðslumeistari með eigin veitingastað.
Er stefna tekin á að komast í Kokkalandsliðið?
Já að sjálfsögðu vil ég komast í landsliðið, hef aðeins fylgst með því og finnst rosa flott sem þau eru að gera.
Við hvetjum ykkur að kíkja á Instagram síðu Róberts á vefslóðinni: www.instagram.com/robbi_eldar
Myndir: af Instagram síðu Róberts
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var