Kokkalandsliðið
Vel heppnuð Íslandskynning í Berlín
Kynningin var í samstarfi við þýsku verslunarkeðjuna Frischeparadies í Berlín. Haldin var 300 manna veisla sem liður í kynningarátaki á íslenskum vörum sem eru á boðstólunum í verslunum þeirra. Í veislunni var boðið upp á sjö rétta matseðil, þar sem fimm réttir voru úr íslensku hráefni svo sem humar, bleikju, þorski, lambi, en Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari í Blá Lóninu og fyrirliði Kokkalandsliðsins sá um eldunina á lambinu en þýskir matreiðslumenn sáu um að elda hina réttina.
- F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, Gunnar Snorri, Hans Peter Wodarz framleiðandi Berlin Kocht þáttarins og Nora Schmidt
- Þýskir matreiðslumenn sáu einnig um eldamennskuna í veislunni
- Íslenski sendiherrann Gunnar Snorri Gunnarsson heilsar hér Þránni
- Þráinn afgreiðir lambafillet í veislunni
- Þráinn spjallaði við viðskiptavini Frischeparadies og gaf góð ráð
- Þráinn eldaði Þorsk í sjónvarpsþættinum Berlin Kocht, sem sýndur verður í Berlín þann 4. október 2013
Einnig kom Þráinn fram í sjónvarpsþættinum Berlin Kocht sem er vinsæll matreiðsluþáttur þar í borg og eldaði hann þorsk rétt í þættinum.
Og að sjálfsögðu var Þráinn í verslun keðjunnar að gefa góða ráð og spjalla við viðskiptavini verslunarinnar.
Ekki þarf að efa að svona kynningar skila sér fyrir þjóðarbúið og ekki veitir af.
Myndir tók Björgvin Þór Björgvinsson
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni












