Kokkalandsliðið
Vel heppnuð Íslandskynning í Berlín
Kynningin var í samstarfi við þýsku verslunarkeðjuna Frischeparadies í Berlín. Haldin var 300 manna veisla sem liður í kynningarátaki á íslenskum vörum sem eru á boðstólunum í verslunum þeirra. Í veislunni var boðið upp á sjö rétta matseðil, þar sem fimm réttir voru úr íslensku hráefni svo sem humar, bleikju, þorski, lambi, en Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari í Blá Lóninu og fyrirliði Kokkalandsliðsins sá um eldunina á lambinu en þýskir matreiðslumenn sáu um að elda hina réttina.
- F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, Gunnar Snorri, Hans Peter Wodarz framleiðandi Berlin Kocht þáttarins og Nora Schmidt
- Þýskir matreiðslumenn sáu einnig um eldamennskuna í veislunni
- Íslenski sendiherrann Gunnar Snorri Gunnarsson heilsar hér Þránni
- Þráinn afgreiðir lambafillet í veislunni
- Þráinn spjallaði við viðskiptavini Frischeparadies og gaf góð ráð
- Þráinn eldaði Þorsk í sjónvarpsþættinum Berlin Kocht, sem sýndur verður í Berlín þann 4. október 2013
Einnig kom Þráinn fram í sjónvarpsþættinum Berlin Kocht sem er vinsæll matreiðsluþáttur þar í borg og eldaði hann þorsk rétt í þættinum.
Og að sjálfsögðu var Þráinn í verslun keðjunnar að gefa góða ráð og spjalla við viðskiptavini verslunarinnar.
Ekki þarf að efa að svona kynningar skila sér fyrir þjóðarbúið og ekki veitir af.
Myndir tók Björgvin Þór Björgvinsson
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður












