Ágúst Valves Jóhannesson
Vel heppnaður styrktarkvöldverður hjá Kokkalandsliðinu
Við félagarnir mættum um 7 leitið í fordrykk þar sem Hendricks Gin og Reyka Vodka voru í fyrirrúmi. Það var margt um gestinn og fólk var mjög áhugasamt um matinn. Við fengum okkur tvo fordrykki og gott spjall áður en við settumst með virkilega skemmtilegu fólki.
Í byrjun kvöldsins kynntu þeir Hafliði Halldórsson forseti Klúbbs Matreiðslumeistara og Hákon Már Örvarsson sérstakur framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins fyrir gestum starfsemi kokkalandsliðsins, þar sem Hafliði kynnti nýtt auðkennismerki landsliðsins. Svo kynnti Hákon fyrir okkur matseðilinn ásamt því að kynna okkur fyrir meðlimum landsliðsins. Við vorum spenntir.

Steinsbítskinnar hægeldaðar í kryddjurtaolíu með jarðskokkum, stökku brauði og fáfnisbrauði.
Vín: Faustino VII Blanco
Virkilega góðar steinbítskinnar og estragonið var mjög áberandi.

Grafinn lax og hörpuskel með skelfiskssósu, spergilkáli, byggi, dilli, og hrognum.
Vín: Villa Lucia Pinot Grigio
Góður réttur þar sem laxinn var létt grafinn og hörpuskelin reykt.
Góð samsetning á bragði. En í öllum keppnum þarf að vanda skurð.

Lambahryggsvöðvi og -tunga með lambasoðsgljáa ásamt kartöflusmælki, villtum sveppum, sýrðum laukum, bakaðri gulrót og sítrónublóðbergi.
Vín: Villa Arvedi Amarone
Lambið var vel eldað og tungan æðisleg. Æðislegt að fá villisveppi!

Skyr frá Erpsstöðum og birki-brioche með hvítsúkkulaði, rabarbara og hnetusmjöri.
Vín: Morande Late Harvest Sauvignon Blanc
Eftirrétturinn var æðislegur þar sem sorbetinn var virkilega ferskur, rabarbarinn var örlítið stökkur en þó nægilega eldaður til að losna við tæjurnar og Makkarónurnar, ég segi eitt: ,,Pay attention”, þessar makkarónur minntu á Pierre Herme.
Fleiri myndir frá styrktarkvöldverðinum verða birtar síðar.
![]()
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn














