Keppni
Súpukeppni, dömulegur eftirréttur og nemakeppni á sýningunni Matur-inn 2013 á Akureyri

Dómarar að störfum á Matur-inn 2011
Guðmundur Helgason, Snæbjörn H. Kristjánsson og Úlfar Finnbjörnsson
Mynd: Kristinn/veitingageirinn.is
Sýnendur á Matur-inn 2013 um aðra helgi eru nú í óða önn að undirbúa þátttöku sína. Þátttakendur eru á fjörða tuginn að þessu sinni og sýningarrými lítið eitt meira en árið 2011. Sýningin er haldin í sjötta sinn en hún hefur verið á tveggja ára fresti. Hún er nú haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í þriðja skipti.
Sú breyting verður nú gerð frá fyrri sýningum að sýningin verður opnuð á föstudegi en sýningardagarnir verða tveir, líkt og áður. Sýningin hefst kl. 13 föstudaginn 11. október og verður opin til kl. 20 þann dag. Laugardaginn 12. október verður hún opin milli kl. 13 og 18.
Líkt og áður verður fjölmargt skemmtilegt að sjá hjá sýnendum, góðgæti að smakka og hægt að gera hagstæð kaup í básum. Eftirtaldir aðilar verða með sýningarbása:
- Urtasmiðjan, Svalbarðsströnd
- Nautakjot.is, Garði Eyjafjarðarsveit
- Brynjuís, Akureyri
- Kokkur.is, Höfn í Hornafirði
- Hvammsfiskur, Hrísey
- Te&kaffi, Akureyri
- Purity Herbs, Akureyri
- Eyjabiti – Darri, Grenivík
- Múlaberg, bar & bistro, Akureyri
- Matís, Akureyri
- Kexsmiðjan, Akureyri
- Kristjánsbakarí, Akureyri
- Nýja kaffibrennslan, Akureyri
- Vilkó, Blönduósi
- Bautinn, Akureyri
- Ásbyrgi Flóra, Akureyri
- Rauðka, Siglufirði
- Bústólpi, Akureyri
- Matarkistan Skagafjörður
- Greifinn, Akureyri
- Kjarnafæði, Akureyri
- MS, Akureyri
- Norðlenska, Akureyri
- Bruggsmiðjan, Árskógssandi
- Vífilfell, Akureyri
Í markaðstjöldum verða smærri framleiðendur og grænmetistorg og þar verða Júlíus Júlíusson á Dalvík, Ósk Sigríður Jónsdóttir, Skáldalæk í Svarfaðardal og grænmetisframleiðendur að Reykjum II í Fnjóskadal.
Í anddyri Íþróttahallarinnar verður Samherji hf. með sögusýningu í tilefni af 30 ára afmæli fyrirtækisins en þeim tímamótum fagnar fyrirtækið í ár.
Báða sýningardagana verður dagskrá í eldhúsi sýningarinnar þar sem bæði fagfólk og leikmenn spreyta sig í skemmtilegum keppnum. Klúbbur matareiðslumeistara á Norðurlandi hefur umsjón með þessari dagskrá og verður vel þess virið að fylgjast með viðburðum á þessu svæði sýningarinnar.
Þær keppnir sem verða á sýningunni eru:
– Súpukeppni milli þekktra karlmanna.
– Dömulegur eftirréttur milli þekktra kvenmanna í tilefni af Dömulegum dekurdögum.
– Nemakeppni milli matreiðslunema á veitingastöðum á Akureyri
Líkt og áður verður uppboð á gjafakörfum á sýningunni síðdegis á laugardag en sýnendur leggja fram gjafir í körfurnar. Allur ágóði af uppboðinu rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Þá verður einnig tilkynnt um heiðursverðlaun félagsins Matur úr Eyjafirði sem afhent verða á sýningunni á laugardaga.
Heimasíða Matur-inn.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?