Starfsmannavelta
Rizzo Pizzeria gjaldþrota
Fyrrverandi framkvæmdastjóri skyndibitastaðarins Rizzo Pizzeria segir veitingastaðinn ekki hafa gengið.
Hann bara gekk ekki. Það eru svo margir pítsastaðir. Svo glímir fólk við peningaleysi
, segir Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og einn eigenda skyndibitastaðarins Rizzo Pizzeria í samtali við Viðskiptablaðið. Staðnum var lokað í apríl og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur 17. október síðastliðinn.
Rizzo Pizzeria rak nokkra pitsastaði á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að loka staðnum í Bæjarlind í Kópavogi, Dominos hefur tekið yfir rekstur staðarins í Hraunbæ og stefna aðrir aðila á að opna ítalskan veitingastað þar sem Rizzo Pizzeria var við Grensásveg.
Fram kemur í ársreikningi Rizzo Pizzeria að fyrirtækið tapaði félagið sjö milljónum króna árið 2011 eftir 7,4 milljóna króna hagnað árið 2010. Skuldir námu við lok árs 2011 tæpum 31,2 milljónum króna samanborið við 24,4 milljónir króna í lok árs 2010. Mestu munaði um tæplega 5,6 milljónum króna og 12 milljóna króna viðskiptaskuldum. Þá námu ógreidd launatengd gjöld fyrirtækisins rétt rúmum 5,9 milljónum króna í lok árs 2011.
Á sama tíma námu eignir Rizzo Pizzeria samtals 24 milljónum króna. Eigið fé fyrirtækisins var hins vegar neikvætt um 7,7 milljónir króna. Ári fyrr var eigið fé Rizzo Pizzeria neikvætt um rúmar 700 þúsund krónur, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
![]()
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis





