Íslandsmót barþjóna
RCW: Kokkarnir og Ásgeir yfirbarþjónn á Slippbarnum bjóða uppá skemmtilegan bourbon mat-, og kokkteilseðil
Í dag miðvikudaginn 12. febrúar hefst Jim Beam bourbon week á slippbarnum. Þessa viku verður lögð áhersla á bourbon kokkteila ásamt því hafa matreiðslumeistarar Slippbarsins sett saman skemmtilegan bourbon matseðil sem einnig verður í boði frá og með deginum í dag.
Sendiherra Jim Beam, Jonatan Ostblom-Smedje, sem staddur er hér á landi af tilefni Reykjavík Cocktail weekend 2014 (RCW), mun rifja upp gamla takta frá farsælum ferli sínum af nokkrum af flottustu börum Svíþjóðar en hann mun vera gestabarþjónn á Slippbarnum föstudags og laugardagskvöld.
Ásgeir Björnsson yfirbarþjónn á Slippbarnum hefur svo sett saman Jim Beam bourbon kokkteilseðil þar sem kokkteilarnir verða á sérstöku tilboðsverði þessa daga. En Ásgeir fer oftar en ekki sínar eigin leiðir í kokkteilagerðinni og verður spennandi að sjá hann og Jonatan leiða saman hesta sína.
Matseðill Jim Beam Bourbon week 12. – 15. febrúar 2014 á Slippbarnum:
Grilluð hörpuskel með beikon- og Bourbon marmelaði.
Stökkir kjúklingavængir í Bourbon „hot sauce“ með jógúrt dressingu.
Cheddar og serrano krókettur með Bourbon mæjó.
Tættur grís í Bourbon „bbq“ á mjúkri hveitiköku með súrsætu káli.
Allir réttir á 1.290,- kr. stk.
Kokkteilar
RATTLESNAKE
Bourbon, hunang, absinth, eggjahvita, sítrónusafi, creole bitter
WINTER SOUR
Epla og kanil infusað red stag, peru og timjan síróp, sítrónusafi, múskat
BLOOD AND SAND (RYE)
Rye, rauður vermut, cherry heering, appelsínusafi
SMOKEY OLD FASHONED
Bourbon, bitterar, reykt te síróp
Jonatan mun einnig í tilefni af Reykjavik Cocktail weekend 2014 halda Jim Beam master class á Hótel Marina laugardaginn 15. febrúar annars vegar klukkan 12:00 og síðan annað í kjölfarið klukkan 15:00 og mun hann þar fara þar yfir sögu áfengis og sérstaklega viskísögu Ameríku. Að því loknu mun hann leiða smökkun á Jim Beam bourbon línunn. Hægt er að senda skráningu á netfangið [email protected] og hvetjum við fólk til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.
Mynd: af facebook síðu Slippbarsins.
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






