Vertu memm

Food & fun

Matarhátíðin Food & Fun haldin í þrettánda sinn

Birting:

þann

Food & fun 2013

Matarhátíðin Food & Fun, sem haldin verður í 13. sinn í ár, hefst þann 26. febrúar og stendur til 2. mars. Að venju sækja hátíðina fjölmargir þekktir erlendir matreiðslumenn til að sýna hæfileika sína fyrir íslenskum matgæðingum á helstu veitingahúsum Reykjavíkur, en hátíðinni lýkur síðan með keppni um Food & Fun Chef Of The Year í Hörpunni laugardaginn 1. mars.

Það verður margt sem gleðja mun íslenska matgæðinga í ár, en alls taka fimmtán helstu veitingahús höfuðborgarinnar þátt að þessu sinni. Hinir erlendu matreiðslumenn verða gestakokkar á veitingahúsunum, en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir framúrskarandi hæfileika í heimalandi sínu, hvort sem er meðal gesta á veitingastöðum, áhorfenda í sjónvarpi eða á öðrum vettvangi.

Samhliða matreiðslu á veitingahúsum borgarinnar munu kokkarnir keppa  um Food & Fun Chef Of The Year, þar sem  alþjóðlegir dómarar matreiðslu- og veitingamanna velja þá þrjá kokka sem þykja skara frammúr í ár. Úrslitakeppnin fer svo fram laugardaginn 1. mars í Hörpunni eins og undanfarin ár, þar sem verður mikil matarhátíð í samstarfi Food & Fun, Búrsins matarmarkaðar og Bændasamtaka Íslands.

Matthías Þórarinsson ljósmyndari veitingageirans og Paul Cunningham á Grillinu á Hótel Sögu

Matthías Þórarinsson ljósmyndari veitingageirans og Paul Cunningham á Grillinu á Hótel Sögu

Í tilefni Food & Fun kemur fjöldi blaða- og fréttamanna til landsins, bæði frá Norður-Ameríku og Evrópu til að fylgjast með hátíðinni og fjalla um hana í erlendum fjölmiðlum, gæði íslenska hráefnisins, matarmenningu landsins og veitingahús borgarinnar.

Food & Fun er nú vel þekkt matarhátíð erlendis og oft hafa gestakokkar hátíðarinnar öðlast sína fyrstu alþjóðlegu viðurkenningu á Food & Fun.

Meðal þeirra eru Rene Redzepi, eigandi og yfirkokkur veitingahússins NOMA í Kaupmannahöfn, sem hefur tvívegis verið útnefnt besta veitingahús veraldar.

Eins og undanfarin ár eru helstu bakhjarlar Food & Fun Icelandair, Reykjavíkurborg, Iceland Naturally og Samtök iðnaðarins. Einnig styrkja Vífilfell og Bændasamtök Íslands hátíðina.

Upplýsingar um veitingahúsin, kokka og dómara sem taka þátt í hátíðinni í ár má finna á heimasíðu hátíðarinnar; foodandfun.is, en einnig á Facebook og Twitter.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Food & fun 2013.

Myndir: Sigurjón Ragnar.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið