Food & fun
Matarhátíðin Food & Fun haldin í þrettánda sinn
Matarhátíðin Food & Fun, sem haldin verður í 13. sinn í ár, hefst þann 26. febrúar og stendur til 2. mars. Að venju sækja hátíðina fjölmargir þekktir erlendir matreiðslumenn til að sýna hæfileika sína fyrir íslenskum matgæðingum á helstu veitingahúsum Reykjavíkur, en hátíðinni lýkur síðan með keppni um Food & Fun Chef Of The Year í Hörpunni laugardaginn 1. mars.
Það verður margt sem gleðja mun íslenska matgæðinga í ár, en alls taka fimmtán helstu veitingahús höfuðborgarinnar þátt að þessu sinni. Hinir erlendu matreiðslumenn verða gestakokkar á veitingahúsunum, en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir framúrskarandi hæfileika í heimalandi sínu, hvort sem er meðal gesta á veitingastöðum, áhorfenda í sjónvarpi eða á öðrum vettvangi.
Samhliða matreiðslu á veitingahúsum borgarinnar munu kokkarnir keppa um Food & Fun Chef Of The Year, þar sem alþjóðlegir dómarar matreiðslu- og veitingamanna velja þá þrjá kokka sem þykja skara frammúr í ár. Úrslitakeppnin fer svo fram laugardaginn 1. mars í Hörpunni eins og undanfarin ár, þar sem verður mikil matarhátíð í samstarfi Food & Fun, Búrsins matarmarkaðar og Bændasamtaka Íslands.
Í tilefni Food & Fun kemur fjöldi blaða- og fréttamanna til landsins, bæði frá Norður-Ameríku og Evrópu til að fylgjast með hátíðinni og fjalla um hana í erlendum fjölmiðlum, gæði íslenska hráefnisins, matarmenningu landsins og veitingahús borgarinnar.
Food & Fun er nú vel þekkt matarhátíð erlendis og oft hafa gestakokkar hátíðarinnar öðlast sína fyrstu alþjóðlegu viðurkenningu á Food & Fun.
Meðal þeirra eru Rene Redzepi, eigandi og yfirkokkur veitingahússins NOMA í Kaupmannahöfn, sem hefur tvívegis verið útnefnt besta veitingahús veraldar.
Eins og undanfarin ár eru helstu bakhjarlar Food & Fun Icelandair, Reykjavíkurborg, Iceland Naturally og Samtök iðnaðarins. Einnig styrkja Vífilfell og Bændasamtök Íslands hátíðina.
Upplýsingar um veitingahúsin, kokka og dómara sem taka þátt í hátíðinni í ár má finna á heimasíðu hátíðarinnar; foodandfun.is, en einnig á Facebook og Twitter.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Food & fun 2013.
Myndir: Sigurjón Ragnar.
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir



















