Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
„Jæja, þá er loksins komið að því..“ Kol opnar í dag
Jæja, þá er loksins komið að því, við opnum kl. 18 í kvöld
, segir í færslu á facebook síðu veitingastaðarins Kol.
KOL er nýr veitingastaður og bar á Skólavörðustíg 40. Á matseðli KOL eru smáréttir í fingurfæðisformi en einnig forréttir eins og risotto með hörpuskel og andasalat með karamellu.
Miðpunktur eldhússins er kolaofninn, þar sem grillað verður nautalundir, rib-eye-steikur og lúxusborgara, ásamt því að bjóða upp á humar, risarækjur, ostrur, salöt og gott úrval fiskrétta og að sjálfsögðu eftirrétti og góðan vínseðil.
Mikill metnaður er lagður í góða drykki og verða t.a.m. tveir sérblandaðir kokteilar fáanlegir á krana, en það eru Red Monroe og Donkey sem að barþjónar Kol útbúa frá grunni, úr ferskum engifersafa, engiferbjór og vodka.
Að auki er boðið upp á kraftkokkteila úr hráefni sem útbúið er á staðnum, þ.e. ekki neitt með tilbúnu bragði eða litarefnum, allur ávaxtasafi er kreistur á staðnum, bjóða upp á sitt eigið síróp, leggja ferskar jurtir í lageringu í gini og pikkla trönuber í vínblómalíkjör svo fátt eitt sé nefnt.
Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum og undirbúningi fyrir opnun Kol.
Myndir: af facebook síðu Kol restaurant.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni


















