Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Apótek Restaurant opnar í gamla Reykjavíkur apótekinu
Í haust opnar Apótek Restaurant í húsnæði gamla Reykjavíkur apóteksins að Austurstræti 16. Að opnun veitingastaðarins standa eigendur veitingahúsana Tapasbarinn og Sushisamba ásamt lykilstjórnendum Apótek veitingahúss.
Húsnæðið er sérstaklega glæsilegt og býr að langri sögu. Lengst af var rekið þar apótek, 1930 til 1999, og sækja eigendur innblástur til þess tíma, ekki aðeins í nafn veitingahússins heldur einnig í innréttingum, veitingum og jafnvel fatnað starfsfólks.
Staðurinn verður svokallaður smart/casual veitingastaður.
Matreiðslumeistararnir Carlos Gimenez og Theódór Dreki Árnason munu ráða ríkjum í eldhúsinu ásamt Axel Þorsteinssyni pastry chef sem mun töfra fram framúrskarandi eftirrétti. Um veitingastjórn sjá Huld Haraldsdóttir og Orri Páll Vilhjálmsson.
Mikið áhersla verður lögð á kokteila sem verða framreiddir af barþjónum sem hafa unnið til fjölda verðlauna, bæði hérlendis og erlendis.
Um þessar mundir er unnið að endurbótum á húsnæðinu og mun allt kapp lagt á að fágaður stíll þess og fyrri glæsileiki fái notið sín á einu fallegasta horni miðbæjar Reykjavíkur.
Um hönnun staðarins sér Leifur Welding sem hefur hannað marga af glæsilegustu veitingahúsum landsins.
Mynd: Skjáskot af google korti
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






