Keppni
Alba keppir á Evrópumóti Vínþjóna „…verklegu greinarnar eru eitthvað sem ég geri í svefni“
Alba E.H. Hough vínþjónn keppir á Evrópumóti Vínþjóna, á San Remo á Ítalíu næstkomandi helgi dagana 27. til 29. september 2013.
Hver myndir þú telja að væri þinn helsti veikleiki og styrkur í keppninni?
Helsti veikleikinn minn liggur líklegast í því að ég hef ekki náð að ferðast nógu mikið til hinna ýmissa vínhéraða. Það er gríðarlega mikilvæg reynsla að komast á þessa staði, andað að sér loftinu, sjá hvar mörkin liggja á milli víngarða, skoða víngerðahúsin og hitta bændurnar. Í rauninni er það ómissandi ef maður ætlar að taka þessa keppni. Ég hef oft svekkt mig á því að geta ekki bara hoppað upp í bíl og tekið nokkra daga í „road trip“ til að kíkja á vínbændur. Það er bara of dýrt að komast reglulega af klakanum.
Styrkurinn minn er reynslan. Ég er kannski nokkrum áratugum frá því að vera meðal elstu keppenda en þetta er ekki fyrsta „ródeóið“ mitt og „service“ eða verklegu greinarnar eru eitthvað sem ég geri í svefni.
Hefur þú verið að spá í hvernig aðrir keppendur undirbúa sig, æfa og hvað þeir koma til með að bjóða upp á?
Maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hvernig aðrir keppendur undirbúa sig undir þessi herlegheit. Stór hluti þessara einstaklinga eru hreinlega í vinnu við að læra fyrir þessar keppnir. Það er mjög algengt að fólk sé með sterka bakhjarla sem gera þeim það kleift að taka sér frí frá vinnu í ár eða meira fyrir undirbúning. Bróðurparturinn af þessum tíma fer í að ferðast um vínhéruð heimsins, heimsækja framleiðendur og smakka. Það segir sig sjálft að það er talsvert auðveldara að muna grískar og tékkneskar vínlöggjafir fyrir hvert hérað ef þú hefur eytt einhverjum tíma þar.
Ég þekki líka nokkra sem hafa einfaldega farið í fullt nám fyrir keppnir og tekið Master of Wine og/eða Master Sommelier gráðurnar, reyndar með mismiklum árangri.
Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Ölbu og hennar föruneyti og flytja fréttir, birta myndir af ferðinni ofl. Fylgist vel með.
Mynd: af facebook síðu Slippbarsins
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi





