Keppni
Úrslit úr þremur keppnum | Ísland ekki á verðlaunapall
Nú er orðið ljóst með úrslitin úr þremur norðalandakeppnum sem haldnar voru á Norðurlandaþingi matreiðslumeistara í Gautaborg, en í gær keppti Garðar Kári Garðarsson í Global Pastry Chef Challenge Semi Final sem endaði með sigri Olli Koukkannen frá Finnlandi.
Einnig í gær keppti Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson í Global Chef Challenge Semi Final og enduðu úrslit þannig að norski matreiðslumaðurinn Christopher Davidsen sigraði þá keppni.
Víðir Erlingsson keppti í ungliðakeppninni Hans Bueschkens í dag og var það Kasper Christensen frá Danmörku sem sigraði þá keppni.
Öll úrslit eru sem hér segir:
Global Pastry Chef Challenge Semi Final
1. sæti – Olli Koukkannen, Finnland
2. sæti – Kalle Bengtsson, Svíþjóð
3. sæti – Gabriel Ahlgren, Danmörk
Global Chef Challenge Semi Final
1. sæti – Christopher Davidsen, Noregur
2. sæti – Fredrik Hedlund, Svíþjóð
3. sæti – Eero Vottonen, Finnland
Hans Buschkens Semi Final
1. sæti – Kasper Christensen, Danmörk
2. sæti – Christer Rodseth, Noregur
3. sæti – Pi Le, Svíþjóð
Í dag keppti Hafsteinn Ólafsson í ungliðaflokki um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda og gekk honum virkilega vel, en úrslit frá þeirri keppni verður kynnt á morgun ásamt úr eldri flokki um sama titil þar sem Bjarni Siguróli Jakobsson keppir.
Mynd: aðsend
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






