Markaðurinn
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
Skráning er hafin í stærstu og virtustu barþjónakeppni heims á drekkumbetur.is hér.
World Class heldur nokkur námskeið í aðdraganda keppninnar þar sem allir barþjónar og veitingafólk eru velkomin að koma, fræðast og bæta við sig þekkingu. Leikar hefjast þann 11.febrúar á efri hæð Röntgen með Tanqueray nr. 10 námskeiði og þá er einnig lokafrestur skráningar.
Það verður niðurskurður í topp 20 til að byrja með og síðar topp 8 sem keppa til úrslita í maí þar sem World Class barþjónn Íslands árið 2025 kemur í ljós. Í ár fer stóra keppnin fram í Toronto í Kanada og Ísland á mikið erindi í keppnina líkt og Jakob Eggertsson frá Bingo sýndi og komst topp 12 úrslit í Sao Paulo árið 2023 þar sem keppnin var gríðarlega hörð.
Ísland tekur þátt annað hvert ár þannig við hvetjum sem flesta að nýta tækifærið og skrá sig.
Myndband

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?