Markaðurinn
Vörukynning MENU
Dagana 10. september til 12. september n.k. mun Eggert Kristjánsson hf. standa fyrir kynningu með ítalska fyrirtækinu MENU. Matreiðslumeistarinn Tomasso Ruggieri sem er mörgum matreiðslumönnum hér á landi kunnur mun sjá um kynningarnar ásamt matreiðslumönnum/sölufulltrúum EK.
Kynntar verða þær frábæru vörur sem fyrirtækið flytur inn frá MENU og farið yfir þá fjölmörgu möguleika sem vörurnar bjóða upp á. Notast verður einnig við íslenskt hráefni og vörur frá öðrum ítölskum birgjum sem EK á viðskipti við.
Kynningarnar eru ætlaðar viðskiptavinum EK og verður þátttakendum skipt upp í 10-15 manna hópa og mun hver kynning standa í um tvær klukkustundir. Boðið verður upp á úrval rétta á kynningunum ásamt ítölskum vínum sem EK flytur inn.
Nú þegar hafa fjölmargir boðað komu sína og eru því áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst í síma 568 5300 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] í s.l. föstudaginn 6. september. Athugið að takmörk eru á fjölda þátttakenda.
Námskeiðið verður haldið í húsakynnum EK að Skútuvogi 3 í Reykjavík. Tímasetningar hvers násmkeiðs verða sem hér segir:
Þriðjudagur 10.09. kl. 15:00–17:00
Miðvikudagur 11.09. kl. 11.00–13:00 og 15:00–17:00
Fimmtudagur 12.09. kl. 11:00-13:00 og 15:00-17:00
Starfsmenn EK munu senda upplýsingar um tímasetningar til þátttakenda n.k sunnudag eftir að raðað hefur verið í hópa. Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Eggerts Kristjánssonar hf.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati