Markaðurinn
Von Winning nýr Þýskur vínframleiðandi gengur til liðs við Ölgerðina

Tímamót urðu árið 2007 þegar víngerðin fékk nýja eigendur og fór að haga 40 hektara vínekrum sínum á bíódýnamískan hátt. Í kjallaranum fóru þeir aftur í hefðbundnar aðferðir við gerjun og þroskun í stórum eikartunnum með lágmarks aukaefnum og öðrum inngripum.
Weingut Von Winning er sögufræg víngerð í Pfalz héraðinu í Þýskalandi með langa hefð fyrir vínframleiðslu en víngerðin var stofnuð árið 1849.
Tímamót urðu árið 2007 þegar víngerðin fékk nýja eigendur og fór að haga 40 hektara vínekrum sínum á bíódýnamískan hátt. Í kjallaranum fóru þeir aftur í hefðbundnar aðferðir við gerjun og þroskun í stórum eikartunnum með lágmarks aukaefnum og öðrum inngripum.
Þrúgurnar koma frá frægustu Pfalz-víngörðunum nálægt Forst og Deidesheim – Kirchenstück, Ungeheuer, Pechstein, Kalkofen. Þetta eru örugglega meðal áhugaverðustu léttvínum sem Þýskaland hefur upp á að bjóða í dag. Víngarðar þeirra liggja á fjölbreyttum jarðvegi, þar er rauður og gulur sandsteinn, kalksteinn frá fyrrum kóralrifum og einnig bitar af basalti sem koma frá Pfalzskóginum á 18. öld.
Flestar ekrurnar eru gróðursettar með Riesling þrúgunni og snúa í austur og suðaustur. Þess vegna ná þrúgurnar í þessu heitasta horni Þýskalands að þroskast á réttu augnabliki.
Von Winning, er sá framleiðandi sem á yfir að ráða flesta Grosses Gewächs víngarða.
Grosses Gewächs er frekar nýlegt fyrirbæri og í stuttu máli merki um nokkur af bestu þurru vínum sem framleidd eru í Þýskalandi.
En öll Grosses Gewächs koma frá svokölluðum Grosses Lage, sem jafngildir Grand Cru eða bestu víngörðunum samkvæmt Verband Deutscher Prädikatsweingüter (VDP). VDP sem eingöngu hefur boðið um 200 framleiðendum að tilheyra í þessum virta hópi (það eru um það bil 30.000 vínræktendur í Þýskalandi.)
Ólíkt Burgundy, þar sem Grand Cru víngarður, einfaldlega, gerir Grand Cru vín (nema framleiðandi ákveði að afnema flokkun); Aðeins er hægt að merkja Grosses Lage sem GG ef það fylgir nokkrum viðmiðum:
- Framleiðandanum hefur verið boðið að ganga til liðs við VDP
- Þrúgurnar eru lífeðlisfræðilega fullþroskaðar
- Sykurhlutfall fer ekki yfir 9g/l
- Það má ekki fara yfir 50 hektólítra á per hektara
- Þrúgurnar verða að vera handtýndar
- Vínið er smakkað af meðlimum VDP (líkt og í Kampavínshéraðinu og fleiri vínræktarhéruðum).
Ölgerðin hefur hafið sölu á 4 vínum frá þessum framleiðanda.
Mynd: von-winning.de
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir





