Freisting
Völundur með nýjan uppskriftavef
Völundur Snær Völundarson eða Völli eins og hann er kallaður í daglegu tali, situr ekki auðum höndum þegar kemur að matargerð og öðru sem henni tengist.
Völli hefur sett upp nýja heimasíðu sem hefur að geyma fjölmargar uppskriftir, vídeó, hugmyndir og margt fleira, en síðan er á slóðinni thebasiccookbook.com
Freisting.is hafði samband við meistarann og forvitnaðist um thebasiccookbook.com
„Þetta hefur blundað í mér lengi eða alveg frá því að ég var orðinn fullviss um að netið væri ekki bóla. Mig langaði að gera eitthvað nettengt, þar sem hlutirnir eru ferskir og síbreytilegir. Maður breytir ekki bók eftir að hún er prentuð né þáttum fyrir sjónvarp. En ég er samt að vinna í þeim hlutum líka.
Ég væri nú ekki að þessu, nema að Þóra konan mín væri með mér 100% í þessu. Hún er einnig að klára „Foreldrahandbók“, sem mun koma út í vor. Hún er í þessum töluðum orðum á leiðinni til Íslands að klára hana, kasólétt. Við erum með frábært fólk í kringum okkur, þar á meðal Nunna, sem sér um allar myndatökur/vídeó og eftirvinnslu.
Þessi síða er hugsuð fyrir fólk sem er tilbúið að deila sínum uppskriftum með öðrum. Það sem við gerum er að flokka og reyna að gera þetta allt mjög aðgengilegt. En það getur hver sem er farið inn á vefinn og náð sér í uppskriftir eins og þeim hentar. Einnig gerðum við myndbönd með mjög einföldum réttum, drykkjum og meðlæti sem endast munu út árið sem vikulegir póstar á Facebook Fan síðuna.
Við stefnum á að hafa spennandi og ferska síðu í loftinu þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum og hvetur fólk til að elda“, sagði Völli að lokum.
Við óskum þeim innilega til hamingju með vefinn og hvetjum alla að gerast aðdáendur á Facebook síðu thebasiccookbook.com:
Facebook síða:
http://www.facebook.com/pages/TheBasicCookbookcom/350578236797
Heimasíða
www.thebasiccookbook.com
Uppskrift frá Völla:
Stir-Fry Kjúklingur með heimalagaðri Teriyaki sósu
Myndbandið hér að neðan er meðal annars hægt að skoða á thebasiccookbook.com, en hér býður Völli fólki velkomna á nýju uppskriftasíðuna.
The Basic Cookbook from TheBasicCookBook.Com on Vimeo.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics