Vertu memm

Uppskriftir

Vöfflur

Birting:

þann

Vöfflur

2 egg
3 ½ dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
¼ tsk. salt
2 dl mjólk
½ dl matarolía
½ tsk. vanilludropar

Aðferð:

Aðskiljið eggin og byrjið á að stífþeyta eggjahvíturnar og taka frá og geyma. Setjið hveiti, lyftiduft, sykur og salt í skál. Bætið mjólk, matarolíu, eggjarauðum og vanilludropum saman við og hrærið saman.

Setjið eggjahvítur út í og blandið vel. Bakið í vöfflujárni.

Berið fram með rjóma, sultum og ferskum ávöxtum.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið