Nemendur & nemakeppni
VMA: 2. bekkur í matreiðslu í fimmta skipti – Myndir
Núna á vorönn er boðið upp á nám í 2. bekk í matreiðslu á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA). Er þetta í fimmta skipti sem slíkt nám er í boði í skólanum. Að loknum öðrum bekk geta nemendur farið í þriðja bekkinn sem er lokaáfanginn í matreiðslunáminu áður en farið er í sveinspróf.
Til þess að komast í 2. bekk í matreiðslu þurfa nemendur að hafa lokið grunndeild matvælagreina, öðlast starfsreynslu og hafa lokið hluta samnings hjá meistara. Síðast var 2. bekkurinn kenndur í VMA í miðjum heimsfaraldri Covid 19, á vorönn 2021.
Námið í öðrum bekk skiptist í bóklegt og verklegt og eru fjórir bóklegir áfangar; kalda eldhúsið, fagfræði, hráefnisfræði og aðferðafræði. Bóklega kennslan er á þriðjudögum og fimmtudögum og verklega kennslan á þriðjudögum og miðvikudögum.
Þegar litið var inn í kennslustund í vikunni voru nemendur m.a. að búa til paté og undirbúa eldun á bleikjurétti. Farnar eru ýmsar leiðir í eldamennskunni og liður í náminu er að finna út og panta magn hráefnis í rétti, sem er mikilvægur þáttur að kunna skil á þegar út í matreiðslu og/eða rekstur á veitingastað er komið.
Myndir: vma.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var