Nemendur & nemakeppni
VMA: 2. bekkur í matreiðslu í fimmta skipti – Myndir
Núna á vorönn er boðið upp á nám í 2. bekk í matreiðslu á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA). Er þetta í fimmta skipti sem slíkt nám er í boði í skólanum. Að loknum öðrum bekk geta nemendur farið í þriðja bekkinn sem er lokaáfanginn í matreiðslunáminu áður en farið er í sveinspróf.
- Um kennsluna sér Ari Hallgrímsson matreiðslumeistari og brautarstjóri matvælabrautar VMA.
- Nemendurnir tíu hafa tekið hluta samnings – einn á Gistihúsinu á Egilsstöðum og hinir níu skiptast á fyrirtæki á Akureyri – Múlaberg, Strikið og veitingastaði K-6 veitinga, Rub 23, Sushi Corner, Bautann og Pizzasmiðjuna.
Til þess að komast í 2. bekk í matreiðslu þurfa nemendur að hafa lokið grunndeild matvælagreina, öðlast starfsreynslu og hafa lokið hluta samnings hjá meistara. Síðast var 2. bekkurinn kenndur í VMA í miðjum heimsfaraldri Covid 19, á vorönn 2021.
Námið í öðrum bekk skiptist í bóklegt og verklegt og eru fjórir bóklegir áfangar; kalda eldhúsið, fagfræði, hráefnisfræði og aðferðafræði. Bóklega kennslan er á þriðjudögum og fimmtudögum og verklega kennslan á þriðjudögum og miðvikudögum.
Þegar litið var inn í kennslustund í vikunni voru nemendur m.a. að búa til paté og undirbúa eldun á bleikjurétti. Farnar eru ýmsar leiðir í eldamennskunni og liður í náminu er að finna út og panta magn hráefnis í rétti, sem er mikilvægur þáttur að kunna skil á þegar út í matreiðslu og/eða rekstur á veitingastað er komið.
Myndir: vma.is

-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast