Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vissir þú að Bjarni Siguróli er þrusu góður bassaleikari? Sjáðu myndbandið

Bjarni Siguróli Jakobsson.
Bjarni Siguróli Jakobsson var Bocuse d’Or kandídat Íslands 2018-2019 og landaði 11. sæti í úrslitunum sem haldin voru í Lyon í janúar 2019. Hann var meðlimur og fyrirliði Kokkalandsliðsins 2013-2016 sem vann til gull- og silfurverðlauna. Einnig vann hann titilinn Kokkur ársins á Íslandi 2012.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
Það vita nú flest allir í veitingabransanum að Bjarni Siguróli Jakobsson er einn af okkar fremstu matreiðslumönnum á Íslandi, en það eru færri sem vita að Bjarni er mjög góður bassaleikari. Bjarni var t.a.m. í Húsvísku hljómsveitinni Tony the Pony sem stofnuð var árið 2004.
Bjarni Siguróli er Húsvíkingur og flutti suður til þess að fara í nám í bassaleik í FÍH, en snéri sér síðan alfarið út á kokkabrautina og útskrifaðist frá Vox árið 2009. Bjarni starfar í dag með kokkasveitinni hjá Nomy.
Sjá einnig:
Veitingageirinn.is fékk ábendingu um myndband á Youtube með hljómsveitinni Tony the Pony sem er hresst og skemmtilegt og tilvalið að vekja athygli á.
Með fylgir umfjöllun um hljómsveitina sem birt var í Morgunblaðinu árið 2005
Sjá fleiri fréttir um Bjarna Siguróla hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






