Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vissir þú að Bjarni Siguróli er þrusu góður bassaleikari? Sjáðu myndbandið

Birting:

þann

Bjarni Siguróli Jakobsson

Bjarni Siguróli Jakobsson.
Bjarni Siguróli Jakobsson var Bocuse d’Or kandídat Íslands 2018-2019 og landaði 11. sæti í úrslitunum sem haldin voru í Lyon í janúar 2019. Hann var meðlimur og fyrirliði Kokkalandsliðsins 2013-2016 sem vann til gull- og silfurverðlauna. Einnig vann hann titilinn Kokkur ársins á Íslandi 2012.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

Það vita nú flest allir í veitingabransanum að Bjarni Siguróli Jakobsson er einn af okkar fremstu matreiðslumönnum á Íslandi, en það eru færri sem vita að Bjarni er mjög góður bassaleikari. Bjarni var t.a.m. í Húsvísku hljómsveitinni Tony the Pony sem stofnuð var árið 2004.

Bjarni Siguróli er Húsvíkingur og flutti suður til þess að fara í nám í bassaleik í FÍH, en snéri sér síðan alfarið út á kokkabrautina og útskrifaðist frá Vox árið 2009. Bjarni starfar í dag með kokkasveitinni hjá Nomy.

Sjá einnig:

Ein öflugasta kokkasveit landsins opnar veisluþjónustu

Veitingageirinn.is fékk ábendingu um myndband á Youtube með hljómsveitinni Tony the Pony sem er hresst og skemmtilegt og tilvalið að vekja athygli á.

Með fylgir umfjöllun um hljómsveitina sem birt var í Morgunblaðinu árið 2005

Bjarni Siguróli Jakobsson - Tony the Pony

Sjá fleiri fréttir um Bjarna Siguróla hér.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið