Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vissir þú að Bjarni Siguróli er þrusu góður bassaleikari? Sjáðu myndbandið

Bjarni Siguróli Jakobsson.
Bjarni Siguróli Jakobsson var Bocuse d’Or kandídat Íslands 2018-2019 og landaði 11. sæti í úrslitunum sem haldin voru í Lyon í janúar 2019. Hann var meðlimur og fyrirliði Kokkalandsliðsins 2013-2016 sem vann til gull- og silfurverðlauna. Einnig vann hann titilinn Kokkur ársins á Íslandi 2012.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
Það vita nú flest allir í veitingabransanum að Bjarni Siguróli Jakobsson er einn af okkar fremstu matreiðslumönnum á Íslandi, en það eru færri sem vita að Bjarni er mjög góður bassaleikari. Bjarni var t.a.m. í Húsvísku hljómsveitinni Tony the Pony sem stofnuð var árið 2004.
Bjarni Siguróli er Húsvíkingur og flutti suður til þess að fara í nám í bassaleik í FÍH, en snéri sér síðan alfarið út á kokkabrautina og útskrifaðist frá Vox árið 2009. Bjarni starfar í dag með kokkasveitinni hjá Nomy.
Sjá einnig:
Veitingageirinn.is fékk ábendingu um myndband á Youtube með hljómsveitinni Tony the Pony sem er hresst og skemmtilegt og tilvalið að vekja athygli á.
Með fylgir umfjöllun um hljómsveitina sem birt var í Morgunblaðinu árið 2005
Sjá fleiri fréttir um Bjarna Siguróla hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni19 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






