Bocuse d´Or
Vilt þú taka þátt með Hinriki Erni í Bocuse d’Or 2027?
Hinrik Örn Lárusson, næsti keppandi Íslands í hinni virtu Bocuse d’Or matreiðslukeppni, leitar nú að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum til að ganga til liðs við sig.
Leitað er að commis (aðstoðarmanni) ásamt fleiri aðstoðarfólki sem vill leggja hönd á plóginn í undirbúningi og framkvæmd keppninnar. Forkeppnin fyrir Bocuse d’Or fer fram árið 2026 einhvers staðar í Evrópu, en hvorki dagsetning né staðsetning hafa verið opinberaðar enn. Aðalkeppnin sjálf verður haldin í Lyon í Frakklandi árið 2027.
Hinrik stefnir ótrauður á verðlaunapallinn og mun æfa af krafti fyrir báðar keppnir. Ef þú hefur brennandi áhuga á matreiðslu og langar að taka þátt í þessu krefjandi en spennandi verkefni, þá er þetta einstakt tækifæri.
Hafðu samband við Hinrik með því að senda tölvupóst á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað







