Bocuse d´Or
Vilt þú taka þátt með Hinriki Erni í Bocuse d’Or 2027?
Hinrik Örn Lárusson, næsti keppandi Íslands í hinni virtu Bocuse d’Or matreiðslukeppni, leitar nú að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum til að ganga til liðs við sig.
Leitað er að commis (aðstoðarmanni) ásamt fleiri aðstoðarfólki sem vill leggja hönd á plóginn í undirbúningi og framkvæmd keppninnar. Forkeppnin fyrir Bocuse d’Or fer fram árið 2026 einhvers staðar í Evrópu, en hvorki dagsetning né staðsetning hafa verið opinberaðar enn. Aðalkeppnin sjálf verður haldin í Lyon í Frakklandi árið 2027.
Hinrik stefnir ótrauður á verðlaunapallinn og mun æfa af krafti fyrir báðar keppnir. Ef þú hefur brennandi áhuga á matreiðslu og langar að taka þátt í þessu krefjandi en spennandi verkefni, þá er þetta einstakt tækifæri.
Hafðu samband við Hinrik með því að senda tölvupóst á [email protected]
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar







