Bocuse d´Or
Vilt þú taka þátt með Hinriki Erni í Bocuse d’Or 2027?
Hinrik Örn Lárusson, næsti keppandi Íslands í hinni virtu Bocuse d’Or matreiðslukeppni, leitar nú að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum til að ganga til liðs við sig.
Leitað er að commis (aðstoðarmanni) ásamt fleiri aðstoðarfólki sem vill leggja hönd á plóginn í undirbúningi og framkvæmd keppninnar. Forkeppnin fyrir Bocuse d’Or fer fram árið 2026 einhvers staðar í Evrópu, en hvorki dagsetning né staðsetning hafa verið opinberaðar enn. Aðalkeppnin sjálf verður haldin í Lyon í Frakklandi árið 2027.
Hinrik stefnir ótrauður á verðlaunapallinn og mun æfa af krafti fyrir báðar keppnir. Ef þú hefur brennandi áhuga á matreiðslu og langar að taka þátt í þessu krefjandi en spennandi verkefni, þá er þetta einstakt tækifæri.
Hafðu samband við Hinrik með því að senda tölvupóst á [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







