Vertu memm

Bocuse d´Or

Viktor Örn keppir í Bocuse d´Or Europe 10. maí

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2016 - Viktor Örn Andrésson

Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson

Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar verður haldin í Búdapest dagana 10.-11. maí nk.

Viktor Örn fulltrúi íslands

Viktor Örn Andrésson keppir fyrir hönd Íslands í Evrópuforkeppni einnar virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Búdapest 10.-11. maí. Þar munu fulltrúar 20 Evrópuþjóða keppa um 12 sæti í aðalkeppninni í Lyon í Frakklandi í janúar 2017. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið forkeppni í sinni heimsálfu.

Bocuse d´Or 2016 - Viktor Örn Andrésson

Viktor á æfingu.
Sturla Birgisson og Sigurður Helgason fylgjast vel með.

Viktor Örn, sem var Kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Norðurlanda 2014, stefnir á top 5 í forkeppninni og verðlaunapall í aðalkeppninni. Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og rúmt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum hefur verið sent til Búdapest. Þjálfari Viktors er Sigurður Helgason, Bocuse d´Or keppandi 2015, og aðstoðarmaður er Hinrik Örn Lárusson.

Bocuse d´Or 2016 - Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn fyrstur í eldhúsið

Viktor Örn stígur fyrstur keppenda í eldhúsið í Búdapest, þriðjudaginn 10. maí kl. 08:30 að staðartíma. Fiskréttur Viktors verður borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 13:30 og kjötrétturinn kl. 14:05. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Sturla Birgisson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part miðvikudagsins 11. maí munu úrslitin liggja fyrir. Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 þegar hann vann til bronsverðlauna.

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“4″ ]

Fréttatilkynning / Myndir: Karl Petersson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið