Bocuse d´Or
Viktor Örn keppir í Bocuse d´Or Europe 10. maí
Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar verður haldin í Búdapest dagana 10.-11. maí nk.
Viktor Örn fulltrúi íslands
Viktor Örn Andrésson keppir fyrir hönd Íslands í Evrópuforkeppni einnar virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Búdapest 10.-11. maí. Þar munu fulltrúar 20 Evrópuþjóða keppa um 12 sæti í aðalkeppninni í Lyon í Frakklandi í janúar 2017. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið forkeppni í sinni heimsálfu.
Viktor Örn, sem var Kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Norðurlanda 2014, stefnir á top 5 í forkeppninni og verðlaunapall í aðalkeppninni. Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og rúmt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum hefur verið sent til Búdapest. Þjálfari Viktors er Sigurður Helgason, Bocuse d´Or keppandi 2015, og aðstoðarmaður er Hinrik Örn Lárusson.
Viktor Örn fyrstur í eldhúsið
Viktor Örn stígur fyrstur keppenda í eldhúsið í Búdapest, þriðjudaginn 10. maí kl. 08:30 að staðartíma. Fiskréttur Viktors verður borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 13:30 og kjötrétturinn kl. 14:05. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Sturla Birgisson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part miðvikudagsins 11. maí munu úrslitin liggja fyrir. Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 þegar hann vann til bronsverðlauna.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“4″ ]
Fréttatilkynning / Myndir: Karl Petersson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn








