Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðtal – Elenora: „Líkaminn var alveg að brenna út“
Metsöluhöfundurinn og bakarinn Elenora Rós Georgesdóttir skaust fljótt upp á stjörnuhimininn sem mikil ofurkona. Í fyrra lenti hún þó á vegg í kjölfar langvarandi álags og röð áfalla og áttaði sig á því að orðið ofurkona væri ekki endilega hrós. Þá hófst vegferð sem stendur enn yfir þar sem hún þurfti að læra að hægja á sér og hugsa um sjálfa sig.
Elenora var snemma komin með stóra drauma og háleit markmið, en aðeins 14 ára gömul var hún staðráðin í að læra bakarann og búin að kortleggja framtíðina. Hún útskrifaðist úr bakaranáminu í maí 2021, en hún setti strax miklar kröfur á sig í náminu og lagði mikinn metnað í að fá góðar einkunnir.
Samhliða náminu sinnti hún ýmsum verkefnum, en árið 2017 bakaði hún og seldi kökur til styrktar Barnaspítala Hringsins í heilt ár, og árið 2020 gaf hún út bókina Bakað með Elenoru Rós, þá aðeins 19 ára gömul.
Elenora upplifði röð áfalla, en á þessum tíma skildu foreldrar hennar, hún gekk í gegnum erfið veikindi og um haustið lenti hún í þremur alvarlegum bílslysum og þurfi í kjölfarið að hætta að vinna. Elenora hefur þó náð að vinna sig í gegnum þessar áskoranir og er í dag með allt aðrar áherslur og hefur einstaka sýn á lífið.
„Þetta var ótrúlega sárt og erfitt, og ég lokaði allar þær tilfinningar rosalega af,“
segir Elenora í viðtali við mbl.is, en viðtalið í heild sinni er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: úr einkasafni / Elenora Rós

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir