Frétt
Viðskiptatækifæri í vannýttum matvælum?
Við Íslendingar búum yfir frumkvöðlahjarta sem nýta þarf betur til að skapa verðmæti úr vannýttum matvælum og gjöfulli náttúru. Þannig má sporna gegn matarsóun og ýta undir viðskiptatækifæri sem ratar upp í munn og niður í maga.
Til að vekja athygli á þessu kallar Matarauður Íslands eftir hugmyndum frá neytendum og framleiðendum, ungum sem öldnum. Þessar hugmyndir munu samstarfsaðilar okkar, Hótel- og matvælaskólinn, nota við gerð smárétta og hnossgætis á vorönn 2020. Þann 1. janúar 2020 verður lokað fyrir skráningu nýrra hugmynda.
Til að taka þátt er farið inn á www.mataraudur.is. Þar er líka að finna uppskriftir að 10 hnossgætum sem voru sköpuð úr vannýttum hráefnum síðasta vor og hvetjum við alla til að kjósa það sem þeim líst best á.
Kennarar og nemendur við Hótel- og matvælaskólann munu velja þrjár innsendar hugmyndir um vannýtt hráefni og bjóða höfundum þeirra í spjall um mögulegar útfærslur ásamt viðtali við vöruhönnuð. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að þróa viðskiptahugmynd eða bara kynnast sköpunarkrafti matreiðslumeistara og hönnuða.
Nánari upplýsingar gefur Brynja Laxdal verkefnastjóri Matarauðs Íslands í síma 8601969 eða brynja.laxdal@anr.is eða Kristín María Sigþórsdóttir hönnuður og verktaki hjá Matarauði Íslands 6966274 eða kristinmaria@gmail.com
Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og meðal verkefna þess er að draga fram matarmenningu og ýta undir verðmætasköpun í tengslum við matarauð okkar Íslendinga.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!