Vertu memm

Pistlar

Víðförlir framreiðslumenn

Birting:

þann

Holiday Inn

Póstkortinu var dreift meðal matargesta Klúbbsins, en það var vinsælt hjá gestum á þessum árum að senda vinum og vandamönnum kveðju í lok máltíðar.
Veitingarstaðurinn sá um að koma því í póst. Góð og ódýr auglýsing.

Póstkortið er af veitingahúsinu Klúbbnum sem stóð á sama stað og Hótel Cabin stendur í dag.

Klúbburinn var opnaður 11. nóvember 1960. Á þessum árum var bannað að byggja hús undir veitingastarfsemi í Reykjavík og var því húsið reist í því skyni að þar ætti að vera vélsmiðja. Ástæðan fyrir banninu var að talið var að fólk eyddi fé sínu í óþarfa að fara út að borða (um þetta er hægt að lesa í bókinni Þjóð í hafti eftir Jakob F.Ásgeirsson ).

Björgvin Fredriksen bæjarfulltrúi í Reykjavíkur átti húsið og var einn af eigendum Klúbbsins.

Wilhelm Wessman

Wilhelm Wessman

Björgvin var í áhöfn Frekjunnar 32. tonna fiskiskútu sem flúði á ævintýralegan hátt frá Kaupmannahöfn eftir hernám þjóðverja 9. apríl 1940.

Ég hóf nám í framreiðslu daginn eftir opnun Klúbbsins 12. nóvember. Þetta var upphaf af námi mínu í ferðamálafræðum og löngum ferli í ferðaþjónustu.  Frá Klúbbnum lá leiðinn í framhaldsnám í Kaupmannahöfn, þaðan til Rómar og frá Róm til Memphis Tennessee að lokum endaði ég þar sem ég byrjaði og lauk prófi sem leiðsögumaður í MK 2013. Hafði að vísu komið við á mörgum stöðum í styttra námi í millitíðina.

Birgir Árnason var forstjóri Klúbbsins, en hann hafði verið yfirþjónn í Naustinu áður en hann byrjaði í Klúbbnum. Birgir átti skrautlegan feril í viðskiptum hér heima og endaði með að gerast innflytjandi til Rodesiu á áttunda áratug síðustu aldar og opnaði gott hótel í höfuðborginni Salsburri. Ég kynntist ferli hann þar þegar ég starfaði í Salsburri sem hét þá Harare eftir borgarastríðið.

Á árunum í Rodesíu þá Zimbabwe kynntist ég líka ferli Haraldar Sigurðssonar sem var þjónn í Naustinu, en hann gekk í her Rodesíu í borgarastríðinu og barðist með herdeildum Iam Smith á landamærum Rodesíu og Mozambiqe, en þetta var mikið átakasvæði í stríðinu. Höfuðstöðvar herdeildar hans var í Manika Hotel í landamærabænum Umali sem heitir í dag Mutari.

Ég tók við rústunum af Manika hótelinu og opnaði Holiday Inn Mutari þar á afmælisdaginn minn 2. október 1997.

Umali var mjög mikilvægur bær á nýlendutímanum, en hann var dreifingamiðstöð til mið Afríku fyrir farþegum og vörum sem kom til hafnabæjarins Beira í Mozambiqe.

Efri myndin er að gestamóttöku Manika Hotel þegar ég tók við því. Sú neðri er tekinn á sama stað daginn sem ég opnaði það sem Holiday Inn.

Efri myndin er að gestamóttöku Manika Hotel þegar ég tók við því.
Sú neðri er tekinn á sama stað daginn sem ég opnaði það sem Holiday Inn.

Þetta átti að reyna að endurvekja 1997, en vegna endalausra skæruhernaðar á þessum 200 km. vegi frá Beira til Mutare var gefist upp á því.  Suður-afríski herinn átti að gæta veginn , en glæpalýður vissi nákvæmlega hvenær eftirlitsveitir fóru um og pössuðu sig á að ráðast á vegfarendur á undan þeim eða eftir.  Við Ólöf konan mín þekktum fólk sem var myrt á þessari leið.

Höfundur er: Wilhelm Wessman

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið