Keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2024 – Fyrri partur
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2024 sem var er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.990 kr til 5.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum fyrri parti voru vín frá suður við miðbaug tekinn fyrir ásamt Norður Ameríku ásamt sérstökum rósavínsflokki, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Natura 12.maí sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
4 hvítvín, 11 rauðvín og 6 rósavín hlutu Gyllta glasið 2024 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
Fairview Sauvignon Blanc 2023, 3.390 kr
Cloudy Bay Sauvignon Blanc 2023, 4.999 kr
Goats do Roam White Blend 2022, 2.990 kr
Bread & Butter Chardonnay 2022, 3.499 kr
Rósavín:
Villa Wolf Rosé 2023, 2.499 kr
Whispering Angel 2022, 4.899 kr
La Baume Pinot Noir Rosé 2022, 2.599 kr
Cune Pale Rosado 2022, 2.699 kr
Stemmari Rosé 2023, 2.299 kr
Vina Real Rosado 2022, 2.699 kr
Rauðvín:
Trivento Golden Reserve Malbec 2021, 3.699 kr
Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2022, 3.798 kr
Peter Lehmann Portrait Cabernet Sauvignon 2021, 3.299 kr
Rapaura Reserve Pinot Noir 2022, 3.599 kr
Bread & Butter Pinot Noir 2021, 3.499 kr
Böen Russian River Valley Pinot Noir 2022, 4.950 kr
Goats do Roam Red Blend 2022, 2.990 kr
Emiliana Coyam 2020, 4.299 kr
1000 Stories Pinot Noir 2021, 3.999 kr
Diablo Black Cabernet Sauvignon 2022, 2.999 kr
J. Lohr Cabernet Sauvignon 2020, 3.999 kr
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þátttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin