Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“

Birting:

þann

Nýverið fór fram glæsileg pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro á Akureyri þar sem matreiðslumaðurinn Andreas Patrek Williams Gunnarsson, sem starfar á Monkeys, galdraði fram sérvalinn fimm rétta matseðil ásamt öflugu teymi.

Viðtökurnar létu ekki á sér standa og voru bæði gestir og skipuleggjendur afar ánægðir með hvernig til tókst.

„Þetta heppnaðist ljómandi vel og fólk tók einstaklega vel í seðilinn! Allt var til fyrirmyndar,“

sagði Guðbjörg Einarsdóttir, einn af eigendum Eyju, í samtali við Veitingageirinn.is.

Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“

Með Andreas var öflugt teymi reyndra fagmanna:

Snorri Grétar Sigfússon, einn af eigendum Monkeys,

Eyþór Gylfason, sous chef hjá Monkeys,

Junior Reis, kokkur á Vox,

Alexander Alvin, executive chef á Eyju og Hótel Vesturlandi,

Friðrik Atli Sigfússon, veitingastjóri á Hótel Vesturlandi og Eyju.

Þessi fjölbreytti hópur sérfræðinga stóð að metnaðarfullri matargerð þar sem lögð var áhersla á framúrskarandi hráefni, vandaða útfærslu og persónulega þjónustu.

Gestir fengu að upplifa einstaka matarferð þar sem hver réttur var unninn af natni og fagmennsku.

Viðburðurinn markar áframhaldandi vöxt í vinsældum pop-up viðburða hér á landi, þar sem áhersla er lögð á nýstárlega upplifun og einstakar bragðsamsetningar í takmarkaðan tíma.

Myndir: aðsendar / Eyja vínstofa

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið