Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
Nýverið fór fram glæsileg pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro á Akureyri þar sem matreiðslumaðurinn Andreas Patrek Williams Gunnarsson, sem starfar á Monkeys, galdraði fram sérvalinn fimm rétta matseðil ásamt öflugu teymi.
Viðtökurnar létu ekki á sér standa og voru bæði gestir og skipuleggjendur afar ánægðir með hvernig til tókst.
„Þetta heppnaðist ljómandi vel og fólk tók einstaklega vel í seðilinn! Allt var til fyrirmyndar,“
sagði Guðbjörg Einarsdóttir, einn af eigendum Eyju, í samtali við Veitingageirinn.is.
Með Andreas var öflugt teymi reyndra fagmanna:
Snorri Grétar Sigfússon, einn af eigendum Monkeys,
Eyþór Gylfason, sous chef hjá Monkeys,
Junior Reis, kokkur á Vox,
Alexander Alvin, executive chef á Eyju og Hótel Vesturlandi,
Friðrik Atli Sigfússon, veitingastjóri á Hótel Vesturlandi og Eyju.
Þessi fjölbreytti hópur sérfræðinga stóð að metnaðarfullri matargerð þar sem lögð var áhersla á framúrskarandi hráefni, vandaða útfærslu og persónulega þjónustu.
Gestir fengu að upplifa einstaka matarferð þar sem hver réttur var unninn af natni og fagmennsku.
Viðburðurinn markar áframhaldandi vöxt í vinsældum pop-up viðburða hér á landi, þar sem áhersla er lögð á nýstárlega upplifun og einstakar bragðsamsetningar í takmarkaðan tíma.
Myndir: aðsendar / Eyja vínstofa
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park


















